Ákærður fyrir brot gegn andlega fatlaðri konu

Kynferðisbrot | 15. febrúar 2022

Ákærður fyrir brot gegn andlega fatlaðri konu

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa ítrekað haft samræði og önnur kynferðismök við konu sem vegna andlegrar fötlunar gat ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Þetta kemur fram í ákæru málsins, en það var þingfest í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ákærður fyrir brot gegn andlega fatlaðri konu

Kynferðisbrot | 15. febrúar 2022

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. mbl.is/Karítas

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa ítrekað haft samræði og önnur kynferðismök við konu sem vegna andlegrar fötlunar gat ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Þetta kemur fram í ákæru málsins, en það var þingfest í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa ítrekað haft samræði og önnur kynferðismök við konu sem vegna andlegrar fötlunar gat ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Þetta kemur fram í ákæru málsins, en það var þingfest í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ákæruvaldið fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar, en vísað er til 2. mgr. 194. gr almennra hegningarlaga. Þar er tekið fram að það teljist einnig nauðgun og varði refsingu ekki skemur en eitt ár og allt að sextán árum, ef maður notfærir sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun annars til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök eða hann geti að öðru leyti ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.

Lögmaður konunnar fer jafnframt fram á að maðurinn greiði henni þrjár milljónir í miskabætur í einkaréttakröfu málsins.

mbl.is