Grænt ljós á gosmynd í Grindavík

Eldgos í Geldingadölum | 15. febrúar 2022

Grænt ljós á gosmynd í Grindavík

„Bæjaryfirvöld telja mikinn feng að því að eiga tiltækt myndefni um þennan einstaka atburð í sögu bæjarfélagsins, ekki síst þegar fram líða stundir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.

Grænt ljós á gosmynd í Grindavík

Eldgos í Geldingadölum | 15. febrúar 2022

Frá eldgosinu á Reykjanesi.
Frá eldgosinu á Reykjanesi. mbl.is/Árni Sæberg

„Bæjaryfirvöld telja mikinn feng að því að eiga tiltækt myndefni um þennan einstaka atburð í sögu bæjarfélagsins, ekki síst þegar fram líða stundir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.

„Bæjaryfirvöld telja mikinn feng að því að eiga tiltækt myndefni um þennan einstaka atburð í sögu bæjarfélagsins, ekki síst þegar fram líða stundir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.

Á fundi bæjarráðs Grindavíkur á dögunum var Fannari falið að útfæra samstarf bæjarins og Jóns Rúnars Hilmarssonar um gerð heimildarmyndar um eldgosið í Fagradalsfjalli. Morgunblaðið hefur áður greint frá áformum um gerð myndarinnar en Jón Rúnar fékk 800 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja í lok síðasta árs til að koma verkefninu af stað. Hann óskaði eftir samstarf við Grindavíkurbæ og segir Fannar að um mikilvægt verkefni sé að ræða og mun bærinn styrkja það fjárhagslega.

„Markmiðið er að sýna í máli og myndum hvað gerðist í Fagradalsfjalli á þeim tíma sem gosið hófst og þar til því lauk. Þarna væri haldið til haga ýmsum fróðleik sem Grindavíkurbær hefði aðgang að og gæti t.d. nýtt í menningarhúsinu Kvikunni á sérstakri sýningu tileinkaðri gosinu. Enn fremur sem kennsluefni í skólum bæjarins og kynningarefni fyrir ferðaþjónustuna,“ segir bæjarstjórinn en Jón Rúnar hyggst taka viðtöl við ýmsa við gerð myndarinnar, svo sem vísindamenn, björgunarsveitarmenn, ferðaþjónustuaðila, bæjarstjóra og landeigendur á svæðinu. Fannar segir að unnið sé að útfærslu samstarfs við kvikmyndagerðarmanninn en gert sé ráð fyrir að Grindavíkurbær fái ótakmarkaðan sýningar- og notkunarrétt á efninu.

mbl.is