Óljóst hvaðan fjármagn Andrésar kemur

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. febrúar 2022

Óljóst hvaðan fjármagn Andrésar kemur

Vangaveltur eru uppi um hvernig Andrés Bretaprins ætlar að fjármagna samkomulagið sem hann gerði við Virginiu Giuffre, sem sakaði hann að hafa brotið þvívegis á sér kynferðislega þegar hún var 17 ára. 

Óljóst hvaðan fjármagn Andrésar kemur

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. febrúar 2022

Samsett mynd af Andrési og Giuffre.
Samsett mynd af Andrési og Giuffre. AFP

Vangaveltur eru uppi um hvernig Andrés Bretaprins ætlar að fjármagna samkomulagið sem hann gerði við Virginiu Giuffre, sem sakaði hann að hafa brotið þvívegis á sér kynferðislega þegar hún var 17 ára. 

Vangaveltur eru uppi um hvernig Andrés Bretaprins ætlar að fjármagna samkomulagið sem hann gerði við Virginiu Giuffre, sem sakaði hann að hafa brotið þvívegis á sér kynferðislega þegar hún var 17 ára. 

Andrés samþykkti að greiða henni ótilgreinda upphæð og að láta fé af hendi rakna til góðgerðasamtaka hennar sem styðja þolendur kynferðisofbeldis. Í staðinn fer málið ekki fyrir dóm. Hertoginn af York viðurkenndi að Giuffre hafi beðið skaða sem fórnarlamb misnotkunar en viðurkenndi ekki eigin sök. Hann hefur ávallt neitað því að hafa brotið á henni.

Bandaríski lögmaðurinn Lisa Bloom sagði samkomulagið vera mikinn sigur fyrir Giuffre. „Þetta er mikill sigur fyrir Virginiu,“ sagði Bloom, sem er verjandi þó nokkurra fórnarlamba barnaníðingsins Jeffrey Epstein, sem framdi sjálfsvíg í fangelsi er hann beið dóms. Hún bætti við að um væri að ræða sigur fyrir „venjulegt fólk...sem stendur upp í hárinu á þeim sem eru ríkir og valdamiklir.“

Andrés Bretaprins árið 2019.
Andrés Bretaprins árið 2019. AFP

Í samkomulaginu kemur fram að Andrés sjái eftir vináttu sinni við Epstein. Áður hafið hann sagði í þættinum BBC Newsnight árið 2019 að hann gerði það ekki.

Ekkert kemur aftur á móti fram um upphæð greiðslunnar sem hann innir af hendi. Því hefur verið velt upp að hún gæti hlaupið á milljónum punda, eða hundruð milljóna króna. Sömuleiðis er óljóst hvaðan greiðslurnar munu koma.

Hertoginn af York fær lífeyri frá konunglega sjóhernum auk reglulegrar greiðslu frá sjóði drottningarinnar, Duchy of Lancaster.

„Það er líklegt að einhverjir muni krefjast þess að vita hvaðan greiðslan kemur. Kemur hún úr opinberum- eða einkasjóðum?“ sagði lögmaðurinn Kate Macbnab við BBC.

Andrés í janúar 2020.
Andrés í janúar 2020. AFP

Graham Smith, úr samtökunum Republic sem eru andvíg breska konungsveldinu, sagði að skattgreiðendur eigi rétt á því að vita hvaðan peningarnir vegna samkomulagsins koma.

Gloria Allred, bandarískur lögmaður, sem hefur varið fórnarlömb Epsteins sagði að yfirlýsingin sem var gefin út vegna samkomulagsins væri „loðin“ og að hún hljóti að hafa verið „vandlega samin“.

„Það er ljóst að prinsinn er ekki að viðurkenna að hann hafi nokkuð brotið af sér,“ sagði hún.

„Það er áhugavert að hann segir að hún hafi borið skaða sem fórnarlamb misnotkunar en hvað þýðir það? Hann segir ekki hver misnotaði hana, hann talar ekki um kynferðislega misnotkun, hann talar ekki um að hann hafi komið nálægt henni og hann segir ekki hvenær þetta gerðist.“

Ekið með Andrés í janúar síðastliðnum.
Ekið með Andrés í janúar síðastliðnum. AFP

Allred sagði að „stríðinu á milli þeirra tveggja...muni ljúka núna“, en bætti við að möguleikinn sé fyrir hendi að Giuffre beri vitni í öðrum málum í framtíðinni.

Hún bætti við að samkomulag á borð við þetta geti ekki sett það skilyrði að sá sem leggur fram ásökunina verði framvegis þögull í dómskerfinu.

„Með öðrum orðum þá gæti hún rætt við yfirvöld. Saksóknari gæti ákveðið að leggja fram kæru um glæpsamlegt athæfi og þar gæti Virgina verið kölluð fram sem vitni.“

Andrés í apríl í fyrra.
Andrés í apríl í fyrra. AFP
mbl.is