Hvítur strókur ekki merki um eldgos

Eldgos í Geldingadölum | 17. febrúar 2022

Hvítur strókur ekki merki um eldgos

Hvítur strókur sem virtist sjást fyrir ofan gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í dag er ekki merki um að nýtt eldgos sé að hefjast. Spurningar hafa borist mbl.is um hvort gos sé hafið að nýju en sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja allt með kyrr­um kjör­um.

Hvítur strókur ekki merki um eldgos

Eldgos í Geldingadölum | 17. febrúar 2022

Ekki er farið að gjósa aftur í Fagradalsfjalli, þó litið …
Ekki er farið að gjósa aftur í Fagradalsfjalli, þó litið geti út fyrir það. Ljósmynd/Aðsend

Hvítur strókur sem virtist sjást fyrir ofan gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í dag er ekki merki um að nýtt eldgos sé að hefjast. Spurningar hafa borist mbl.is um hvort gos sé hafið að nýju en sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja allt með kyrr­um kjör­um.

Hvítur strókur sem virtist sjást fyrir ofan gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í dag er ekki merki um að nýtt eldgos sé að hefjast. Spurningar hafa borist mbl.is um hvort gos sé hafið að nýju en sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja allt með kyrr­um kjör­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá nátt­úru­vár­sér­fræðingi á Veður­stof­unni hafa sérfræðingar þar einnig fengið spurningar um þetta en segir að um éljabakka sé að ræða.

Auk þess geti myndast gufa þegar kalt loftið mætir heita loftinu í hrauninu við gíginn.

Nokkrir litlir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í morgun en það er talin eðlileg skjálftavirkni.

mbl.is