Vill efla eftirlit með samþjöppun aflaheimilda

Fiskveiðistjórnunin | 17. febrúar 2022

Vill efla eftirlit með samþjöppun aflaheimilda

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sendi Fiskistofu í dag erindi og tilmæli um að efla eftirlit með samþjöppun aflaheimilda.

Vill efla eftirlit með samþjöppun aflaheimilda

Fiskveiðistjórnunin | 17. febrúar 2022

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sendi Fiskistofu í dag erindi og tilmæli um að efla eftirlit með samþjöppun aflaheimilda.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sendi Fiskistofu í dag erindi og tilmæli um að efla eftirlit með samþjöppun aflaheimilda.

Ráðherra leggur það fyrir stofnunina að sérstök áhersla verði lögð á að kanna, með markvissum hætti, yfirráð tengdra aðila og að Fiskistofa upplýsi ráðherra reglulega um niðurstöður sínar, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins.

Lagt fram frumvarp

Þar segir að erindi ráðherra byggi á skýrslu starfshóps um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni og skýrslu Ríkisendurskoðunar frá í desember 2018 um Eftirlit fiskistofu en í lögum er fjallað um hver samanlögð aflahlutdeild í eigu einstakra aðila og tengdra aðila má nema.

Þá hefur ráðherra lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.) en ríkisstjórnin samþykkti í gær að frumvarpið yrði sent til Alþingis.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sviði fiskveiðistjórnar sem miða að því að styrkja eftirlit Fiskistofu. Markmiðið er skilvirkara eftirlit með tilætluð varnaðaráhrif og að tryggja því betur framfylgni við lög og reglur á sviði fiskveiðistjórnar.

mbl.is