Leigja 19 bíla á mánuði fyrir þingmenn

Alþingi | 20. febrúar 2022

Leigja 19 bíla á mánuði fyrir þingmenn

Mánaðarleg útgjöld vegna langtímaleigu á bílum fyrir þingmenn nemur tæplega tveimur milljónum króna. Þingmenn mega nýta bílana til persónulegra erindagjörða en ætlast er til að slík notkun verði minniháttar, að því er fram kemur í skriflegu svari Alþingis við fyrirspurn mbl.is

Leigja 19 bíla á mánuði fyrir þingmenn

Alþingi | 20. febrúar 2022

Logi Einarsson (t.h.) tók við fyrsta rafbílnum hjá bílaleigu Hertz.
Logi Einarsson (t.h.) tók við fyrsta rafbílnum hjá bílaleigu Hertz. Ljósmynd/Aðsend

Mánaðarleg útgjöld vegna langtímaleigu á bílum fyrir þingmenn nemur tæplega tveimur milljónum króna. Þingmenn mega nýta bílana til persónulegra erindagjörða en ætlast er til að slík notkun verði minniháttar, að því er fram kemur í skriflegu svari Alþingis við fyrirspurn mbl.is

Mánaðarleg útgjöld vegna langtímaleigu á bílum fyrir þingmenn nemur tæplega tveimur milljónum króna. Þingmenn mega nýta bílana til persónulegra erindagjörða en ætlast er til að slík notkun verði minniháttar, að því er fram kemur í skriflegu svari Alþingis við fyrirspurn mbl.is

Í frétt Morgunblaðsins sem birtist í síðustu viku kom fram að Hertz á Íslandi hefði nýlega gert samning við Alþingi um langtímaleigu á rafbílum af gerðinni Hyundai Kona, árgerð 2022. Er þetta úrræði hluti af verkefninu „Grænum skrefum“ sem er ætlað ríkisstofnunum sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. 

Áður voru þingmenn með frá Bílaleigu Akureyrar en farið var í örútboð í desember sl. þar sem Bílaleiga Flugleiða ehf. - Hertz var með lægsta tilboð.

Bílarnir ekki samnýttir

Í svari Alþingis kemur fram að bifreiðirnar verði ekki samnýttar heldur verður hverri og einni úthlutað á þá þingmenn sem eiga rétt til afnota af bílaleigubifreið skv. reglum um þingfararkostnað.

Fjöldi bíla í heildina er 19 og nemur kostnaðurinn við hvern og einn 99.900 kr. mánaðarlega. Samningurinn er til tveggja ára en leigutímabilin eru frá 1. febrúar 2022 til 15. júní 2022 og frá 1. september 2022 til 31. janúar 2023

Þingmenn greiða eldsneytiskostnað

Um er að ræða 10 jepplinga fyrir þingmenn sem aka á milli heimilis utan höfuðborgarsvæðisins og Alþingis, og níu rafbíla til notkunar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þingmenn sem halda tvö heimili, í Reykjavík og landsbyggðarkjördæmunum þremur. Búið er að afhenda níu af þessum rafbílum.

Ekki verður óheimilt fyrir þingmenn að nota bílana til að sinna persónulegum erindum en ætlast er til að slík notkun verði minniháttar. Fyrst og fremst á að nota bílana til að sinna öðrum störfum.

Þá verður þingmönnum gert að greiða eldsneytiskostnað sjálfir.

mbl.is