Óttast var að danskt skip myndi sökkva

Landhelgisgæslan | 3. mars 2022

Óttast var að danskt skip myndi sökkva

Danska flutningaskipið Klevstrand sem var á leið frá Sandgerði til Thyborøn í Danmörku sendi frá sér ósk um neyðaraðstoð á þriðjudag og var óttast að skipið kynna að vera að sökkva. Varðskipið Þór og tvær þyrlur voru því kallaðar út en skipinu tókst að komast til hafnar í Færeyjum, að því er fram kemur í færslu á vef Landhelgisgæslunnar.

Óttast var að danskt skip myndi sökkva

Landhelgisgæslan | 3. mars 2022

Varðskipið Þór og tvær þyrlur voru kallaðar út þegar óttast …
Varðskipið Þór og tvær þyrlur voru kallaðar út þegar óttast var að flutningaskipið Klevstrand væri að sökkva. Skipið komst til hafnar í Fuglafirði í Færeyjum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Danska flutningaskipið Klevstrand sem var á leið frá Sandgerði til Thyborøn í Danmörku sendi frá sér ósk um neyðaraðstoð á þriðjudag og var óttast að skipið kynna að vera að sökkva. Varðskipið Þór og tvær þyrlur voru því kallaðar út en skipinu tókst að komast til hafnar í Færeyjum, að því er fram kemur í færslu á vef Landhelgisgæslunnar.

Danska flutningaskipið Klevstrand sem var á leið frá Sandgerði til Thyborøn í Danmörku sendi frá sér ósk um neyðaraðstoð á þriðjudag og var óttast að skipið kynna að vera að sökkva. Varðskipið Þór og tvær þyrlur voru því kallaðar út en skipinu tókst að komast til hafnar í Færeyjum, að því er fram kemur í færslu á vef Landhelgisgæslunnar.

Þar segir að stjórnstöð stofnunarinnar hafi borist neyðarkall á sjöunda tímanum á  þriðjudagsmorgun frá erlendu flutningaskipi sem var statt milli Íslands og Færeyja og var óttast að skipið væri hugsanlega að sökkva.

„Þegar í stað var varðskipið Þór, tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á TF-SIF kölluð út sem og varðskip og björgunarþyrlur frá Færeyjum en skipið var innan leitar- og björgunarsvæðis Færeyja á hafinu,“ segir í færslunni.

Tókst áhöfn skipsins að sigla skipinu til hafnar í Fuglafirði og voru því íslenskir og fæereyskir viðbragðsaðilar afturkallaðir.

Skipið er gert út af Nordic SC og er skráð í Sankti Vinsent og Grenadínur. Það liggur nú enn við bryggju í Færeyjum.

mbl.is