Leggur til breytingar á vopnalögum

Alþingi | 7. mars 2022

Leggur til breytingar á vopnalögum

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp til breytingar á vopnalögum. Í breytingunni felst að ungmenni sem stundi bogfimi fái að æfa með þyngri bogum en núverandi lög leyfa líkt og jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. 

Leggur til breytingar á vopnalögum

Alþingi | 7. mars 2022

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp til breytingar á vopnalögum. Í breytingunni felst að ungmenni sem stundi bogfimi fái að æfa með þyngri bogum en núverandi lög leyfa líkt og jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp til breytingar á vopnalögum. Í breytingunni felst að ungmenni sem stundi bogfimi fái að æfa með þyngri bogum en núverandi lög leyfa líkt og jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. 

Í skýringum við frumvarp til vopnalaga segir um 31. grein, sem breytingin snýr að, að ákvæðið sé í samræmi við gildandi reglur, að það þyki eðlilegt að setja tiltekin takmörk við kaupum barna á bogum sem kunna að hafa slíkan togkraft að sérstakri hættu geti valdið. Þessi grein á sér enga hliðstæðu á Norðurlöndum og né í öðrum löndum sem setja hömlur á íþróttaiðkun ungmenna í bogfimi. Í flestum löndum eru engar hömlur á bogfimi eða bogum yfirhöfuð.

„Þegar ungmenni eru til dæmis að fara að keppa á Norðurlandamótum, eru þau ekki jafnvíg öðrum þjóðum sem eru að keppa því þau mega ekki æfa eða nota boga sem eru þyngri en sjö kíló. Þó það sé alveg hægt að æfa og keppa með slíkum bogum þá er það í rauninni skrítið og ekki það sem aðrir stunda að staðaldri. Þetta snýst um að leyfa ungmennum að nota og æfa með stærri keppnisbogum í umsjá fullorðinna sem kunna að fara með slíkt,“ segir Björn Leví í samtali við mbl.is. 

Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta kjörtímabili en náði ekki fram að ganga, þrátt fyrir stuðning allra þingflokka. 

„Við fengum ábendingar frá bogfimifélögunum. Það hafa meira að segja börn þingmanna verið að æfa bogfimi og lent í þessum lögum, svo að fólk kannaðist við þetta. Þetta kom upp í umræðum um íþróttamál á síðasta þingi,“ segir Björn Leví um ástæðu þess að frumvarpið hafi verið lagt fram. 

mbl.is