Skorað á ráðherra að bæta réttarstöðu brotaþola

MeT­oo - #Ég líka | 8. mars 2022

Skorað á ráðherra að bæta réttarstöðu brotaþola

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á móti undirskriftarlista þar sem skorað var á hann að bæta réttarstöðu brotaþola. 

Skorað á ráðherra að bæta réttarstöðu brotaþola

MeT­oo - #Ég líka | 8. mars 2022

Við afhendingu undirskriftarlistans í dag á Stígamótum. Á myndinni eru …
Við afhendingu undirskriftarlistans í dag á Stígamótum. Á myndinni eru þær Hafdís, Linda Björg og Júnía sem standa að baki átaksins, Vettvangur glæps, ásamt dómsmálaráðherra. Ljósmynd/Stígamót

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á móti undirskriftarlista þar sem skorað var á hann að bæta réttarstöðu brotaþola. 

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á móti undirskriftarlista þar sem skorað var á hann að bæta réttarstöðu brotaþola. 

Var þess krafist að brotaþolar fái aðild að málum sínum í réttarkerfinu sem myndi veita þeim jöfn réttindi á við sakborninga. 

Undirskriftunum, sem voru tólf þúsund talsins, var safnað í átakinu Vettvangur glæps.

Vísar heitið til þess að þolendur kynferðisbrota og kynbundins ofbeldis eru vitni í eigin málum í réttarkerfi og hafa þannig ekki beina aðkomu að málum sínum í réttarkerfinu. Upplifa þeir sig utangátta og oft sem ekki annað en vettvangs glæps sem kemur þeim ekki við í meðförum réttarkerfisins, að því er fram kemur í tilkynningu Stígamóta.

Flókið að svara því af hverju kæra sé ekki lögð fram

Við afhendingu listans sem fram fór á Stígamótum ávarpaði Linda Björg Guðmundsdóttir viðstadda. Þar sagði hún ráðherra vera með mjög mikilvæg tækifæri í höndum sínu sem skipti bæði hana og baráttusystur hennar miklu máli.

Hún sagði að erfitt væri að hlusta á spurningar um hvers vegna brotaþolar kæri ekki og að flókið sé að svara slíkum spurningum. Hún kveðst þó vita hvers vegna ekki sé ávallt farið „rökréttu“ leiðina í þessum málum.

Þegar brotið er á einstaklingum missa þeir allt traust, stjórn og gleði, sem tekur mislangan tíma að vinna inn aftur. Þegar réttarkerfið virkar ekki rétt, missir fólk vonina.

Ávarp Lindu í heild sinni:

Kæri dómsmálaráðherra,

Þú hefur einstakt tækifæri, mjög mikilvægt tækifæri í höndum þínum. Tækifæri sem skiptir mig og baráttusystur mínar öllu máli. Við stigum fram fimm, en á bak við okkur eru hundruðir upplifana og hundruðir með svipaða reynslu og við. Og nú er ég ekki að tala um þá sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi því sú tala er því miður mun hærri en nokkurn skyldi óra fyrir, en hér tala ég um upplifun og reynslu af réttarkerfinu.

Spurningar eins og af hverju kæra þær ekki eða af hverju fer málið ekki rétta leið er alltaf erfitt að heyra og flókið að svara. En ég veit að þær sem standa hér með mér vita það mæta vel, af hverju mál eru ekki kærð. Af hverju sú, að því að virðist rökrétta, leið sé ekki valin.

Þegar brotið er á þér missir þú allt traust, þú missir stjórn, þú missir gleðina. Allt þetta tekur mislangan tíma að vinna inn aftur og fyrir suma er sú vinna dagleg barátta. En þegar réttarkerfið virkar ekki rétt, virkar þess í stað íþyngjandi, ótraustvekjandi og óyfirstíganlegt þá missir maður vonina. Ég get allavega sagt það að frá mínum dyrum séð er það eitthvað sem þú nærð ekki að vinna upp aftur, allavega ekki að öllu óbreyttu.

Áskorunin sem yfir 12.000  manns hafa skrifað undir er ekki að biðja um meira né minna en jafna réttarstöðu á við sakborning. Sérfræðingar í þessum málum geta og hafa eflaust frætt þig og aðra sem að málunum standa hvers vegna jöfn staða skiptir okkur öll máli. Ekki láta bitra reynslu okkar, og allra þeirra sem ekki geta staðið hér fyrir framan þig, verða til einskis. Nýttu tækifærið. Gefðu okkur og framtíðinni von.

mbl.is