Slæmu dagarnir talsvert færri

Heilsurækt | 12. mars 2022

Slæmu dagarnir talsvert færri

Sólveig Árnadóttir, næringarþjálfari og þjálfari í Norður á Akureyri, greindist með MS sjúkdóminn í maí 2019, aðeins nokkrum vikum eftir að hún eignaðist yngra barn sitt. Um níu mánuðum eftir greininguna ákvað hún að taka heilsuna föstum tökum og hefur það skilað henni auknu sjálfstrausti, betri heilsu og slæmu dagarnir eru talsvert færri en þeir voru fyrst eftir greiningu. 

Slæmu dagarnir talsvert færri

Heilsurækt | 12. mars 2022

Sólveig Árnadóttir greindist með MS sjúkdóminn fyrir tæpum þremur árum.
Sólveig Árnadóttir greindist með MS sjúkdóminn fyrir tæpum þremur árum.

Sólveig Árnadóttir, næringarþjálfari og þjálfari í Norður á Akureyri, greindist með MS sjúkdóminn í maí 2019, aðeins nokkrum vikum eftir að hún eignaðist yngra barn sitt. Um níu mánuðum eftir greininguna ákvað hún að taka heilsuna föstum tökum og hefur það skilað henni auknu sjálfstrausti, betri heilsu og slæmu dagarnir eru talsvert færri en þeir voru fyrst eftir greiningu. 

Sólveig Árnadóttir, næringarþjálfari og þjálfari í Norður á Akureyri, greindist með MS sjúkdóminn í maí 2019, aðeins nokkrum vikum eftir að hún eignaðist yngra barn sitt. Um níu mánuðum eftir greininguna ákvað hún að taka heilsuna föstum tökum og hefur það skilað henni auknu sjálfstrausti, betri heilsu og slæmu dagarnir eru talsvert færri en þeir voru fyrst eftir greiningu. 

Um tveimur vikum eftir að sonur hennar kom í heiminn fór hún að finna fyrir jafnvægistruflunum og fékk hún sjóntaugabólu sem lýsir sér þannig að hún sá allt tvöfalt og átti erfitt með að ganga. 

„Í fyrstu gerði ég hálfgert grín að einkennunum, gerði mér ekki grein fyrir alvarleika málsins, hélt kannski að þetta stafaði af svefnleysi eftir erfiða fæðingu og með ungabarn. Ég var svona í sólarhring áður en að ég leitaði til læknis. Ég átta mig fljótlega á alvarleika málsins þegar upp á bráðamóttöku er komið. Ég var send í allskonar rannsóknir. Byrjað var á að útiloka heilablóðfall, en í ljós komu blettir á heila og því næst var ég send suður í nánari rannsóknir. Í MRI myndatöku þar sjást svo blettir bæði í heila og á mænu, eins var sýni tekið úr mænu,“ segir Sólveig. Þegar hún var sem verst tók við fimm daga sterameðferð til að bæla niður einkennin. 

„Á þessum tíma var búið að gefa mér óstaðfesta niðurstöðu á því sem var í gangi hjá mér en mænusýnið var síðan sent í ræktun og þegar niðurstöður fengust úr því var MS greining staðfest,“ segir Sólveig. Í dag fer hún tvisvar á ári í MRI myndatöku og tekur lyf tvisvar á dag. 

Hrædd en fann fyrir létti

Sólveig segist fyrst hafa fundið fyrir gríðarlegri hræðslu. Hún var með nokkurra vikna gamalt ungabarn og fann fyrir allskonar tilfinningum. Hún þekkti sjúkdóminn ekki vel og gúgglaði og las sér til um einkennin. 

„Algengt er að fólk hafi óljósa hugmynd um sjúkdóminn og tengi hann beint við lömun og hjólastól, sem ég gerði líka fyrst um sinn en það hafa verið miklar framfarir bæði í lyfjum og tækni og því betri horfur um nokkuð eðlilegt líf áfram þrátt fyrir sjúkdómsgreininguna,“ segir Sólveig. Hún fann líka fyrir létti að það væri komin skýring á einkennunum og líðaninni. Hún var með son sinn á brjósti en mátti ekki byrja á lyfjunum með hann á brjósti. Hún ákvað því í samráði við lækni að vera með hann á brjósti til sex mánaða aldurs og þá myndi lyfjameðferð hefjast. 

Sólveig, eiginmaður hennar Eiður Ísak Hafsteinsson og börn þeirra tvö.
Sólveig, eiginmaður hennar Eiður Ísak Hafsteinsson og börn þeirra tvö.

Byrjaði að telja macros

Sólveig æfði fótbolta til sextán ára aldurs en lagði takkaskóna á hilluna og fór að stunda líkamsrækt og hóptíma. Hún hafði talið macros, sem felst í því að vigta matinn sinn og telja kolvetni, prótein og fitu, af og til frá árinu 2017 og samhliða því að stunda reglubundna hreyfingu. 

„Eftir seinni meðgöngu og MS greininguna datt ég svolítið út þar og var ansi langt niðri andlega í lok árs 2019. Í janúar 2020 skrái ég mig svo í ITS macros hjá Inga Torfa og Lindu Rakel, ég kann vel inná hugmyndafræðina varðandi macros talningu og hafði fína reynslu þar en á þessum tíma þurfi ég smá pepp og aðhald,“ segir Sólveig. 

Þegar hún byrjaði að hjá Inga Torfa og Lindu Rakel komst hún að því að hún hagði verið að borða allt of lítið.

„Ég hélt að með því að hækka tölurnar og borða meira myndi ég ekki sjá þann árangur sem ég sóttist eftir líkamlega og borðaði því alltaf undir minni orkuþörf. Ég bar þetta undir Inga og Lindu í upphafi míns ferðalags hjá þeim og hann eykur talsvert við mig magnið og ég var smá smeyk við breytinguna en ákvað að treysta honum,“ segir Sólveig sem fann strax mun á orkunni á fyrstu vikunni. 

Orkan hélst jöfn yfir daginn og fann hún strax að hún þurfti ekki að leggja sig yfir daginn. Sólveig hafði verið gjörn á að leggja sig yfir daginn bæði vegna MS sjúkdómsins en einnig vegna nýrnahettugalla sem hún greindist með þegar hún var sex ára. 

„Ég framleiði ekki hormónið kortisól og tek lyf við því. Þreyta er fylgikvilli beggja þessara sjúkdóma og var mjög gjörn á að þurfa að leggja mig yfir daginn til að hafa orku í að tækla seinnipartinn eða kvöldið með krökkunum mínum.“

Hún segist hafa verið búin að sætta sig við þetta þreytu og hafði fengið uppáskrifað lyf sem oft er uppáskrifað við svefnflogum. Nú er þreytan yfir daginn úr sögunni og segir Sólveig það algjörlega vera réttri næringu að þakka. 

Sólveig mælir árangurinn með því að bera saman myndir. Á …
Sólveig mælir árangurinn með því að bera saman myndir. Á myndinni lengst til vinstri hafði hún verið í næringarþjálfun hjá ITS macros í átta vikur. Á myndinni í miðjunni var liðið hálft ár. Til hægri er nýjasta myndin af Sólveigu.

Aukin afköst og meira sjálfstraust

Á fyrstu átta vikunum missti hún átta kíló en segir ávinninginn hafa frekar sýnt sig þegar kemur að andlegu hliðinni. „Fyrst og fremst upplifi ég meiri orku og bætta líðan. Sjálfsálitið og sjálfstraustið fór einnig upp á við með aukinni orku. Ég upplifði aukin afköst á æfingum og skjótari endurheimt. Ég varð afkastameiri, ég fór að trúa meira á sjálfa mig og var almennt jákvæðari í eigin garð. Ég náði mér í þjálfaramenntun, eitthvað sem mig hafði alltaf langað að gera en aldrei haft trú á mér í og fór að þjálfa hjá Norður á Akureyri,“ segir Sólveig. 

Nú vinnur núna hjá ITS macros og hefur það hlutverk að peppa aðra, miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra. 

Frá því í janúar og fram í október 2020 missti hún samtal 13 kíló og fannst hún þá vera komin á þann sem hana langaði til að vera á. Í dag borðar hún meira en hún gerði til að byrja með til að halda svipaðri líkamsþyngd.

Sólveig æfir fimm til sex sinnum í viku.
Sólveig æfir fimm til sex sinnum í viku.

Tölur ljúga ekki

Sólveig fylgist með vigtinni og ber saman myndir en það sem henni finnst mikilvægari mælikvarði er árangurinn. „Að líta yfir farinn veg og sjá allt sem maður hefur lært og áorkað, finna aukin afköst á æfingum og fylgjast með þyngdum og þoli þar. Vigtin segir mér t.d ekkert um sjálfsagann sem ég er að temja mér, hve breytt samband mitt við mat er núna í samanburði við áður, hvort að svefn, orka, líðan sé betri núna en áður, hvort að gæðin í matnum sem ég er að borða í dag séu betri en áður og eru þessi atriði ekki síður mikilvæg þegar horft er til árangurs að mínu mati.“

Hún segir helsta kostinn við að telja macros vera að hún veit nákvæmlega hvað hún lætur ofan í sig og hvaða áhrif það hefur á hana. Með Inga og Lindu er hún búin að finna tölur sem henta henni og hennar markmiðum. 

„Ég hef verið báðu megin við borðið, þ.e þreytt, orkulaus og með lélegt sjálfsálit og svo eins og mér líður í dag, í talsvert meira jafnvægi, orkumeiri, afkastameiri og með meiri trú á sjálfri mér svo ég veit hve mikilvægt það er fyrir mig að fylgjast með næringunni minni og passa að fá nóg inn. Mörg hver erum við að tracka hreyfingu með úri og viljum ná ákveðnum markmiðum þar – það að telja macros er ekkert öðruvísi að því leiti að þetta eru bara tölur, og tölur ljúga ekki.“

Sólveig er þó ekki heilagri en páfinn þegar kemur að því að telja macros, hún fer í ferðalög, nýtur lífsins og slakar á nákvæmninni. Það sem hefur þó helst breyst er að hún vandar valið á því sem hún borðar og veit hvað hún þarf til að fúnkera sem best. 

Hún æfir um fimm til sex sinnum í viku og fer yfirleitt á crossfit æfingar eða á þolæfingu. „Ég æfi bara af því mér finns það gaman, en þá daga sem eru lyftingar í crossfitinu skrái ég gjarnan þyngdirnar í app sem fylgir prógramminu í Norður og fylgist þannig með þróun á styrk.“

„Inn á milli koma auðvitað erfiðir dagar þar sem sjúkdómurinn minnir á sig og ég þarf að láta í minni pokann, en þeir dagar eru talsvert færri en fyrstu níu mánuðina eftir að ég greinist og það er mitt að leggja inn vinnuna og það er mitt markmið að halda þeim í lámarki,“ segir Sólveig.

Sólveig og Linda Rakel, annar eiganda ITS macros.
Sólveig og Linda Rakel, annar eiganda ITS macros.
mbl.is