Komin heim eftir 22 ára heimsreisu

Á ferðalagi | 13. mars 2022

Komin heim eftir 22 ára heimsreisu

Zapp-fjölskyldan frá Argentínu er að ljúka ferðalagi sínu um fimm heimsálfur sem hófst árið 2000.

Komin heim eftir 22 ára heimsreisu

Á ferðalagi | 13. mars 2022

Ætli bílar hafi verið betur byggðir í gamla daga? Bíll …
Ætli bílar hafi verið betur byggðir í gamla daga? Bíll fjölskyldunnar, Gramham-Paige frá 1928 hefur eingöngu þurft tvær viðgerðir á 22 árum. AFP/JUAN MABROMATA

Zapp-fjölskyldan frá Argentínu er að ljúka ferðalagi sínu um fimm heimsálfur sem hófst árið 2000.

Zapp-fjölskyldan frá Argentínu er að ljúka ferðalagi sínu um fimm heimsálfur sem hófst árið 2000.

Heimsreisan var farin á fjölskyldubílnum Ford Jalopy, árgerð 1928, og á ferðalaginu eignuðust hjónin Herman og Candelaria fjögur börn. Þau hafa keyrt samtals 362 þúsund kílómetra á ferðalaginu. Í gær voru þau á landamærum Uruguay í bænum Gualeguaychu sem er Argentínumegin, en bjuggust við að verða komin í miðborg Buenos Aires í dag, þar sem ferðalagið hófst fyrir 22 árum.

Hér er fjölskyldan í Washington árið 2007 og börnin bara …
Hér er fjölskyldan í Washington árið 2007 og börnin bara tvö. AFP/Paul J. RICHARDS

Fólk er dásamlegt

„Það eru blendnar tilfinningar sem bærast í brjóstum okkar,“ sagði Hermann við AFP-fréttaveituna. „Við erum að sjá fyrir endann á draumi okkar, og hvað mun nú taka við?“ sagði Hermann, sem er 53 ára, og er strax farinn að velta fyrir sér að sigla í næstu heimsreisu.

Kona hans, Candelaria, sem var 29 ára þegar ferðalagið hófst og er núna 51 árs, segir að stærsta upplifunin í ferðinni hafi verið fólkið sem þau kynntust á leiðinni.

„Fólk er dásamlegt. Mannkynið er alveg ótrúlegt,“ sagði hún og bætti við að þau hefðu keyrt í gegnum 102 lönd, þótt stundum hafi þau þurft að taka á sig krók vegna stríðs eða erfiðleika í sumum löndum.

Bíllinn fór ekki í gang

Hjónin höfðu bara verið gift í sex ár þegar ferðalagið hófst. Þau voru í góðum störfum og voru nýbúin að byggja sér hús og með barneignir í kortunum. En þá fengu þau ferðabakteríuna og þau hófu ferðalagið með bakpokaferð til Alaska. Þar var þeim boðinn bíll til sölu, svolítið gamall, eða 1928 módelið af Ford Jalopy sem er kallaður Graham-Paige. Vélin var frekar léleg og málningin öll flögnuð. „Hann fór ekki einu sinni í gang,“ segir hún.

„Sætin eru ekkert sérstaklega þægileg og það var engin loftkæling, en bíllinn var bara frábær,“ sagði Hermann. „Bíllinn var góður á malbiki, í leðju og á sandi,“ bætti hann við. Þau hafa aðeins notað átta umganga af dekkjum á þessum 22 árum og aðeins tvisvar þurft að láta gera við bílinn.

Fjölskyldan í bílnum með Tímon fjölskylduhundinn í nálægt bænum Gaualeguaychu …
Fjölskyldan í bílnum með Tímon fjölskylduhundinn í nálægt bænum Gaualeguaychu í Argentínu á fimmtudaginn. AFP/JUAN MABROMATA

Eignuðust fjögur börn á ferðalaginu

Hermann sýnir hvernig er hægt að opna tjald á toppi bílsins þar sem börnin sofa. „Bíllinn er betri núna en þegar við fengum hann,“ segir hann.

Börnin fæddust öll á ferðalaginu, Pampa, sem er núna 19 ára, fæddist í Bandaríkjunum og Tehue, sem er 16, fæddist á heimsókn í Argentínu. Þegar fjölskyldan stækkaði, ákváðu þau að stækka bílinn og hann var hann bókstaflega skorinn í tvennt og 40 cm bætt við ásamt fleiri sætum. Eftir breytingarnar var pláss fyrir fleiri og Paloma sem er núna 14 ára, fæddist í Kanada og yngsta barnið, Wallaby, 12 ára, fæddist í Ástralíu. Þá eru ekki allir upp taldir, því hundurinn Tímon og kötturinn Hakuna bættust í fjölskylduna í Brasilíu, þar sem fjölskyldan festist tímabundið vegna kórónafaraldursins árið 2020.

Candelaria Zapp nýtir hitann af bílvélinni til að þurrka viskustykkin.
Candelaria Zapp nýtir hitann af bílvélinni til að þurrka viskustykkin. AFP/JUAN MABROMATA

„Lítið hús en með risastórum garði“

Bíllinn þeirra sem myndi sóma sér vel í gamalli glæponamynd, hefur reynst ótrúlega vel og hver kimi er nýttur. Skottið er notað til að geyma matvæli og þau hita vatn á bílvélinni. Föt og tæki eru geymd undir sætunum. Öll árin hefur bíllinn verið heimili fjölskyldunnar.

„Bíllinn er eins og lítið hús en með rosalega stórum garði, þar sem eru strandir, fjöll og stöðuvötn. Ef þér líkar ekki útsýnið er alltaf hægt að breyta því,“ segir Hermann. Á hlið bílsins stendur: „Fjölskylda á ferðalagi um heiminn“.

Nýjustu fjölskyldumeðlimirnir, hundurinn Tímon og kötturinn Hakuna, hafa fylgt fjölskyldunni …
Nýjustu fjölskyldumeðlimirnir, hundurinn Tímon og kötturinn Hakuna, hafa fylgt fjölskyldunni frá 2020. AFP/JUAN MABROMATA

Eignast fjölda vina og gist víða

En stundum hefur fjölskyldan fengið gistingu og þau áætla að þau hafi gist á 2.000 stöðum þessi ár. „Fólk er bara æðislegt og margir hjálpuðu okkur og voru ómetanlegur hluti af draumi okkar,“ segir Caldelaria um gestrisni fólks.

En það komu erfiðir dagar. Hermann fékk malaríu og fjölskyldan keyrði um Asíu þvera og endilega á tímum fuglaflensunnar. Í Afríku fóru þau á svæði þar sem geisaði ebóla-veiran. En í Gualeguaychu í Argentínu er þeim fagnað og fólk þyrpist að að fá myndir teknar af sér með fjölskyldunni.

Yngstu börnin, Wallaby og Paloma í tjaldinu á toppi fjölskyldubílsins.
Yngstu börnin, Wallaby og Paloma í tjaldinu á toppi fjölskyldubílsins. AFP/JUAN MABROMATA

Bókin helsta tekjulindin

Sumir kaupa líka bók Zapp-fjölskyldunnar sem heitir „Að fanga drauminn“ og þau hafa selt yfir 100 þúsund eintök og segja að salan sé einn stærsti hluti tekna þeirra á ferðalaginu.

Í ferðalaginu hefur fjölskyldan komið til Mount Everest, borðað andaegg í Asíu, dansað með innfæddum í Namibíu, heimsótt gröf Tut konungs í Egyptalandi og siglt yfir mörg höf. Fyrir börnin var ferðalagið ógleymanleg lífsreynsla. Þau voru í fjarnámi og mamma þeirra helsti kennari. Núna taka hins vegar hefðbundnari kennslustofur við þegar heim er komið til Argentínu.

„Ég hlakka til að eignast fullt af vinum,“ sagði hin fjórtán ára Paloma.

mbl.is