Miklir gallar voru á smáforriti Fiskistofu

Eftirlit með veiðum | 13. mars 2022

Miklir gallar voru á smáforriti Fiskistofu

Smáforrit til aflaskráningar sem Fiskistofa þróaði og kostaði stofnunina rúmar 16 milljónir reyndist búið svo miklum vandkvæðum að ekki var unnt að nota það. Þrátt fyrir að Fiskistofu hafi verið veittur styrkur frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu á sínum tíma til að hanna forritið var ekki veitt fjármagn til að reka eða þjónusta það.

Miklir gallar voru á smáforriti Fiskistofu

Eftirlit með veiðum | 13. mars 2022

Fiskistofa segir aflaskráningarforrit sem það lér gera hafa verið „erfitt …
Fiskistofa segir aflaskráningarforrit sem það lér gera hafa verið „erfitt í uppfærslu, óþarflega flókið í notkun og önnur vandkvæði komu í ljós þegar appið var sett í notkun.“ Mynd/Fiskistofa

Smáforrit til aflaskráningar sem Fiskistofa þróaði og kostaði stofnunina rúmar 16 milljónir reyndist búið svo miklum vandkvæðum að ekki var unnt að nota það. Þrátt fyrir að Fiskistofu hafi verið veittur styrkur frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu á sínum tíma til að hanna forritið var ekki veitt fjármagn til að reka eða þjónusta það.

Smáforrit til aflaskráningar sem Fiskistofa þróaði og kostaði stofnunina rúmar 16 milljónir reyndist búið svo miklum vandkvæðum að ekki var unnt að nota það. Þrátt fyrir að Fiskistofu hafi verið veittur styrkur frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu á sínum tíma til að hanna forritið var ekki veitt fjármagn til að reka eða þjónusta það.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr svari Fiskistofu við spurningum Morgunblaðsins um ákvörðun stofnunarinnar um að gera forritið, sem hefur verið í notkun í innan við tvö ár, óvirkt frá og með 1. apríl.

Það var Fiskistofa sem sjálf þróaði forritið sem ætlað var snjallsímum og spjaldtölvum og átti að einfalda skil á aflaupplýsingum. „Þegar það verkefni hófst var það mjög vanmetið í umfangi og flækjustigi. Því miður þá var appið þannig gert að það var erfitt í uppfærslu, óþarflega flókið í notkun og önnur vandkvæði komu í ljós þegar appið var sett í notkun.“

Óánægðir notendur

„Því var ljóst að fara þyrfti í þá vinnu að endursmíða appið. Slík endursmíði var metin afar kostnaðarsöm og metið svo að ef Fiskistofa færi í þá vinnu yrði að koma til gjaldtöku fyrir afladagbækur, [...] en þessi gjaldtökuheimild hefur ekki verið nýtt fram til þessa og Fiskistofa tekið á sig allan kostnað vegna uppsetningar og reksturs afladagbókarapps,“ segir í svarinu.

Í samræðum við hagsmunaðila í sjávarútvegi og aðila í hugbúnaðargerð kom í ljós að notendur forritsins töldu það „ekki nógu þjált í notkun“ og að smíða þyrfti forritið á ný frá grunni. Jafnframt hafi borið á áhuga aðila í hugbúnaðargerð að smíða aflaskráningarforrit af þessum toga sem hluta af stærra kerfi sem einnig væri fært að halda utan um aðra þætti eins og til að mynda olíunotkun. „Svipað kerfi hefur verið í rekstri, óháð Fiskistofu, til aflaskráninga o.fl. fyrir stærri skip. Voru því jafnræðis- og samkeppnissjónarmið einn af þeim þáttum sem horft var til í aðdraganda ákvörðunar,“ útskýrir Fiskistofa.

Jafnframt myndi rekstur forritsins kalla á sólarhringsþjónustu sem Fiskistofa myndi þurfa að standa straum af.

Í ljósi fyrrgreindra atriða og að Fiskistofu ber ekki skylda til að reka smáforrit af þessum toga var mat Fiskistofu að farsælast yrði að ljúka notkun forritsins.

30 milljóna kostnaður

Stofnkostnaður við gerð snjallforritsins var tæpar 16,5 milljónir króna og styrkti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verkefnið um 10 milljónir. „Styrkur ráðuneytisins gerði hins vegar ekki ráð fyrir kostnaði vegna reksturs appsins og þjónustu,“ segir Fiskistofa.

Stofnunin vekur í svari sínu athygli á að á árunum 2019 til 2022 hefur kostnaður vegna uppfærslna og aðkeyptrar vinnu við þjónustu verið rétt rúmar 11 milljónir og kostnaður vegna hýsingar rúmar 2,5 milljónir. Hugbúnaðaðarkóði forritsins hefur verið gerður aðgengilegur þeim sem vilja nýta hann við þróun á nýju forriti.

mbl.is