Karl Gauti kærir niðurfellinguna

Alþingiskosningar 2021 | 15. mars 2022

Karl Gauti kærir niðurfellinguna

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, ætlar að kæra niðurfellingu á máli gegn yfirkjörstjórn Norðurlands vestra, til ríkissaksóknara. Rúv greindi fyrst frá.

Karl Gauti kærir niðurfellinguna

Alþingiskosningar 2021 | 15. mars 2022

Karl Gauti segist ekki ætla að sætta sig við niðurstöðuna.
Karl Gauti segist ekki ætla að sætta sig við niðurstöðuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, ætlar að kæra niðurfellingu á máli gegn yfirkjörstjórn Norðurlands vestra, til ríkissaksóknara. Rúv greindi fyrst frá.

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, ætlar að kæra niðurfellingu á máli gegn yfirkjörstjórn Norðurlands vestra, til ríkissaksóknara. Rúv greindi fyrst frá.

Karl Gauti féll út af þingi við endurtalningu atkvæða í Alþingiskosningunum síðasta haust, en við endurtalninguna komu jafnframt í ljós ýmsir vankantar á starfsháttum kjörstjórnar. Kjörgögn voru til að mynda ekki innsigluð.

Kærði Karl Gauti málið til lögreglustjórans á Vesturlandi sem sektaði yfirkjörstjórnarfólk fyrir brot á lögum sem kveða á um meðferð kjörgagna. Enginn í kjörstjórninni greiddi hins vegar sektina.

Í yfirlýsingu sem birtist á vef lögreglunnar í gær segir að þar sem ný kosningalög fjalli ekki með jafn skýr­um hætti um skyldu inn­sigl­un­ar kjör­gagna, eins og áður var, hafi lögreglustjórinn á Vesturlandi komist að þeirri niðurstöðu að rann­sókn á hend­ur fyrr­ver­andi for­manns yfir­kjör­stjórn­ar væri ekki lík­leg til sak­fell­ing­ar. Því var málið fellt niður.

Í samtali við RÚV segir Karl Gauti niðurstöðu lögreglustjórans koma einkennilega fyrir sjónir og hann ætli ekki að sætta sig við niðurstöðuna. Hann segir að víða hafi pottur verið brotinn, ekki bara varðandi innsigli kjörgagna heldur líka umgjörðin sjálf, eins og skipun kjörmanns.

mbl.is