Landhelgisgæslan verði flutt í Reykjanesbæ

Úkraína | 15. mars 2022

Landhelgisgæslan verði flutt í Reykjanesbæ

Halldóra Fríða Þorvaldsóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hvatti í jómfrúarræðu sinni á Alþingi dómsmálaráðherra til að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjanesbæ í heild sinni.

Landhelgisgæslan verði flutt í Reykjanesbæ

Úkraína | 15. mars 2022

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldóra Fríða Þorvaldsóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hvatti í jómfrúarræðu sinni á Alþingi dómsmálaráðherra til að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjanesbæ í heild sinni.

Halldóra Fríða Þorvaldsóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hvatti í jómfrúarræðu sinni á Alþingi dómsmálaráðherra til að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjanesbæ í heild sinni.

Hún sagði allan viðbúnað hafa verið aukinn hjá NATO vegna innrásar Rússa í Úkraínu og umsvifin muni fyrir vikið líklega aukast hér á landi. Mikilvægt sé að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar gagnvart NATO í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins og treysti sömuleiðis eigin varnir.

Með flutningi Gæslunnar í Reykanesbæ myndi ríkið bæði sýna uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum stuðning sinn í verki og um leið tryggja öflugt viðbragð á svæðinu.

Hún sagði alþjóðlegar æfingar á svæðinu hafa sýnt að aðstaðan á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli gegni lykilhlutverki, bæði hvað varðar staðsetningu, starfsfólk í þjónustu, tækniaðstöðu og aðgengi að eldsneyti. 

mbl.is