„Afskaplega sérkennilegur tími“

Eldgos í Geldingadölum | 19. mars 2022

„Afskaplega sérkennilegur tími“

Það er nánast einstakt í sögunni að eldgos verði jafn nálægt byggð eins og gerðist þegar eldsumbrotin hófust í Fagradalsfjalli á Reykjanesi fyrir einu ári síðan. Gosstöðvarnar voru sem betur fer nokkuð vel staðsettar svo innviðir urðu ekki fyrir tjóni og hefur bæjarlífið í Grindavík notið góðs af því aðdráttarafli sem eldgosið bjó yfir. Þetta segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar í samtali við mbl.is.

„Afskaplega sérkennilegur tími“

Eldgos í Geldingadölum | 19. mars 2022

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Það er nánast einstakt í sögunni að eldgos verði jafn nálægt byggð eins og gerðist þegar eldsumbrotin hófust í Fagradalsfjalli á Reykjanesi fyrir einu ári síðan. Gosstöðvarnar voru sem betur fer nokkuð vel staðsettar svo innviðir urðu ekki fyrir tjóni og hefur bæjarlífið í Grindavík notið góðs af því aðdráttarafli sem eldgosið bjó yfir. Þetta segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar í samtali við mbl.is.

Það er nánast einstakt í sögunni að eldgos verði jafn nálægt byggð eins og gerðist þegar eldsumbrotin hófust í Fagradalsfjalli á Reykjanesi fyrir einu ári síðan. Gosstöðvarnar voru sem betur fer nokkuð vel staðsettar svo innviðir urðu ekki fyrir tjóni og hefur bæjarlífið í Grindavík notið góðs af því aðdráttarafli sem eldgosið bjó yfir. Þetta segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar í samtali við mbl.is.

Aðdragandi eldgossins hafði verið nokkuð langur og hófst hann með skjálftahrinu í desember 2019. Þann 24. febrúar 2021 byrjaði Reykjanesskaginn svo að skjálfa á ný en þá reið öflugur skjálfti af stærð 5,7 yfir. 

Talsverður fjöldi sótti gosstöðvarnar.
Talsverður fjöldi sótti gosstöðvarnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á leið í frí þegar símtalið kom

Eftir að það dró verulega úr skjálftavirkninni höfðu jarðvísindamenn og eldfjallafræðingar nánast afskrifað að eldgos myndi hefjast í bráð og kom því öllum að óvörum þegar að kvika fann sér leið að yfirborðinu klukkan 20:45 á föstudagskvöldinu þann 19. mars 2021.

Sjálfur var Fannar loks á leið í smá frí eftir langa vinnutörn og var lagður af stað upp í sumarbústað þegar hann fær símtalið um að eldgos sé hafið á Reykjanesskaganum í fyrsta sinn í tæp 800 ár.

Varnargarðar voru reistir í von um að hægt væri að …
Varnargarðar voru reistir í von um að hægt væri að beina flæði hrauns frá ákveðnum svæðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann sneri að sjálfsögðu við en framundan voru sex afar eftirminnilegir mánuðir.

„Þetta var afskaplega sérkennilegur tími og það er ekkert sveitarfélag, eða íbúar neins sveitarfélags á landinu, sem hafa síðustu tvö ár búið við annað eins og við hérna í Grindavík.“

Grindavík rækilega komin á kortið

Hann segir eldgosið næstum hafa verið kærkomið en íbúar Grindavíkur voru orðnir löngu þreyttir á þeim tíðu jarðskjálftum sem höfðu verið í aðdraganda eldsumbrotanna. Ollu þeir miklum óþægindum fyrir bæjarbúa.

„Þá er ég auðvitað að meina vegna þess að þetta eldgos var á svo góðum stað og var svo meinlítið, að það hafði lítil sem engin bein áhrif á okkur. Hins vegar vakti það mikla athygli á bænum þannig að það var allt fullt af ferðafólki, bæði íslensku og erlendu, sem kom til okkar. Það var mjög líflegt í bænum og við rækilega komin á kortið.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóknarhugur í bæjarbúum

Aðspurður segir hann samheldni íbúanna og vilja til þess að halda hinu daglega lífi í sem eðlilegustu horfi standa upp úr þegar hann horfir til baka síðastliðið ár. Þá ríki enn mikil bjartsýni og sóknarhugur meðal íbúa þrátt fyrir tíðindi þess efnis að Reykjanesið sé mögulega að vakna til lífsins með tilheyrandi eldgosatíð. 

„Við erum búin að læra gríðarlega mikið af þessu. Við vitum betur núna hvernig við getum búið okkur undir þetta. Allar viðbragðsáætlanir, allar rýmingaráætlanir eru tilbúnar og þjálfaður mannskapur er á svæðinu.

Eins hafa björgunarsveitir, lögregluembættin og fleiri viðbragðsaðilar um allt land hlotið þjálfun í því að takast á við svona aðstæður. Við erum margs vísari og miklu reyndari en við vorum og getum byggt á góðri reynslu og þekkingu.“

Magnað sjónarspil mætti þeim sem skoðuð eldgosið að næturlagi.
Magnað sjónarspil mætti þeim sem skoðuð eldgosið að næturlagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is