Eldgosið „varfærin viðvörun og góð æfing“

Eldgos í Geldingadölum | 19. mars 2022

Eldgosið „varfærin viðvörun og góð æfing“

„Reykjanesið mun gjósa aftur. Þetta var góð æfing, ekki bara fyrir eldfjallafræðingana heldur líka fyrir fólkið almennt að átta sig á því að það býr á jaðri eldvirks svæðis sem getur haft áhrif á líf þeirra af og til. Og það er líklegt að það muni gera það í náinni framtíð. Það bendir allt til þess að nýtt eldgosatímabil sé hafið á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is um eldgosið í Fagradalsfjalli.

Eldgosið „varfærin viðvörun og góð æfing“

Eldgos í Geldingadölum | 19. mars 2022

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Reykjanesið mun gjósa aftur. Þetta var góð æfing, ekki bara fyrir eldfjallafræðingana heldur líka fyrir fólkið almennt að átta sig á því að það býr á jaðri eldvirks svæðis sem getur haft áhrif á líf þeirra af og til. Og það er líklegt að það muni gera það í náinni framtíð. Það bendir allt til þess að nýtt eldgosatímabil sé hafið á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is um eldgosið í Fagradalsfjalli.

„Reykjanesið mun gjósa aftur. Þetta var góð æfing, ekki bara fyrir eldfjallafræðingana heldur líka fyrir fólkið almennt að átta sig á því að það býr á jaðri eldvirks svæðis sem getur haft áhrif á líf þeirra af og til. Og það er líklegt að það muni gera það í náinni framtíð. Það bendir allt til þess að nýtt eldgosatímabil sé hafið á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is um eldgosið í Fagradalsfjalli.

Í dag er nákvæmlega eitt ár liðið frá því að það hófst en því lauk hálfu ári síðar þann 18. september 2021.

Kort/mbl.is
Kort/mbl.is

Stór skjálfti gæti opnað gosrásina

Þorvaldur segir minnkandi líkur á að virknin í Fagradalsfjalli taki sig upp aftur en það gæti þó gerst líkt og þekkist meðal svipaðra eldfjalla erlendis. Það gerist þó að öllum líkindum ekki nema að stór jarðskjálfti opni gosrásina á ný sem myndi hleypa kvikunni á yfirborð jarðar.

„Það getur gosið á næsta ári, það getur líka gosið eftir 10 ár og líka eftir 100 ár,“ segir Þorvaldur til að undirstrika óvissuna sem felst í því að spá fyrir um eldgos á Íslandi.

Hann segir gögnin sem vísindamenn hafa undir höndum í mesta lagi geta veitt nokkurra vikna eða mánaða fyrirvara á mögulegum eldsumbrotum.

Skapaði litla hættu

Eins og áður sagði eru blikur á lofti um að eldgosið í Fagradalsfjalli hafi markað nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga þar sem fimm til sex eldstöðvakerfi eru staðsett. Að sögn Þorvalds geta þau farið af stað með tiltölulega litlum fyrirvara.

Hann segir íbúa svæðisins hafa verið tiltölulega heppna með eldgosið í Fagradalsfjalli enda hafi það verið afllítið og afar vel staðsett. 

Segir hann gosið hafa verið „varfærin viðvörun og góð æfing“ en það hefði eflaust ekki farið eins vel ef gosstöðvarnar hefðu verið nær Svartsengi.

Eldgosið bauð upp á magnað sjónarspil.
Eldgosið bauð upp á magnað sjónarspil. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vekur fólk til umhugsunar

„Landslagið afmarkaði útbreiðsluna á hrauninu sem skapaði litla hættu fyrir innviði, þéttbýli og þar fram eftir götum. En ef þetta hefði verið flatara land hefði hraunið sennilega farið miklu víðar og þakið stærri flöt. Svo var þetta náttúrulega afllítið gos og því auðvelt að komast nálægt því og kynnast því.“

Hann segir nálægðina hafa vakið fólk til umhugsunar um náttúruna í kringum sig og hvaða áhrif hún getur haft á lífið.

„Ef við erum tilbúin fyrir öll verstu tilfellin þá erum við líka tilbúin fyrir öll hin.“

Þorvaldur segir eldgosið í Geldingadölum hafa verið varfærin viðvörun.
Þorvaldur segir eldgosið í Geldingadölum hafa verið varfærin viðvörun. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is