Ingó Veðurguð hættir hjá X-Mist

MeT­oo - #Ég líka | 22. mars 2022

Ingó Veðurguð hættir hjá X-Mist

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hefur ákveðið að láta af störfum sínum hjá fyrirtækinu X-Mist, sem selur sótthreinsivörur af ýmsu tagi.

Ingó Veðurguð hættir hjá X-Mist

MeT­oo - #Ég líka | 22. mars 2022

Ingó Veðurguð hefur ákveðið að láta af störfum sínum hjá …
Ingó Veðurguð hefur ákveðið að láta af störfum sínum hjá fyrirtækinu X-Mist, sem selur sótthreinsivörur. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hefur ákveðið að láta af störfum sínum hjá fyrirtækinu X-Mist, sem selur sótthreinsivörur af ýmsu tagi.

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hefur ákveðið að láta af störfum sínum hjá fyrirtækinu X-Mist, sem selur sótthreinsivörur af ýmsu tagi.

Þetta tilkynnir Ingólfur sjálfur í aðsendri grein á Vísi.

Segist hafa orðið fyrir „óafturkræfum“ skaða

Síðastliðið árið hefur Ingólfur setið undir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi sem hann segir sjálfur „ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum“.

„Ég hef til að mynda verið kallaður ofbeldismaður, nauðgari og barnaníðingur þó það gæti ekki verið fjær sannleikanum,“ segir Ingólfur í greininni.

Segir hann sárt að vera borin slíkum sökum og geta í raun ekki varist þeim, „þar sem sannleikurinn virðist engu máli skipta“. Auk þess hafi verið ráðist af „mikilli hörku“ á fyrirtækið sem hann starfi hjá, X-Mist, og flesta þá sem hafi bókað hann til að koma fram á viðburðum sínum.

„Skaðinn sem á mér hefur verið unninn er óafturkræfur en ég get ekki lengur setið hjá og horft á annað saklaust fólk þjást fyrir þessa aðför að mér. Ég hef því ákveðið að láta af störfum mínum fyrir X-Mist,“ segir Ingó í greininni.

Ingólfur hyggst ekki hætta að koma fram sem tónlistarmaður.
Ingólfur hyggst ekki hætta að koma fram sem tónlistarmaður. Ljósmynd/Mummi Lu

Hyggst ekki leggja gítarinn á hilluna

Spurður hvers vegna hann ákvað að skrifa þessa grein segist Ingó, í samtali við Vísi, ekki hafa neinu að tapa.

Til að segja alla mína sögu og líka fyrir þá sem hafa sýnt mér einhvern stuðning. Hvernig þetta er til komið og hvernig þetta hefur æxlast. Kannski líka til að benda á að mér þykja þetta vondar aðferðir til að gera upp mál af þessu tagi, almennt. Mín saga ætti að staðfesta það að þetta er ekki réttlátt og ég er að benda á hvað getur farið úrskeiðis ef á að gera slík mál upp á samfélagsmiðlum.“

Ingó segist þó síður en svo hættur að koma fram sem tónlistarmaður, inntur eftir því.

„Ég er tilbúinn að koma fram og hef verið allan þennan tíma. Vonandi get ég gert það áfram að einhverju leyti en mikilvægast er að saga mín komi fram eins og hún er,“ segir hann í samtali við Vísi.

mbl.is