Vítalía leggur fram kæru

MeT­oo - #Ég líka | 22. mars 2022

Vítalía leggur fram kæru

Vítalía Lazareva hefur lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna  kynferðisofbeldis.

Vítalía leggur fram kæru

MeT­oo - #Ég líka | 22. mars 2022

Vítalía var gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin konur.
Vítalía var gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Skjáskot/Eigin konur

Vítalía Lazareva hefur lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna  kynferðisofbeldis.

Vítalía Lazareva hefur lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna  kynferðisofbeldis.

„Stór dagur í dag fyrir mig og vonandi fyrir betra samfélag,“ skrifar hún á Twitter.

Vítalía steig fram í byrjun ársins og sagði frá ofbeldissambandi við kvæntan mann. Einnig sagði hún hóp manna hafa brotið kynferðislega á henni í heitum potti við sumarbústað í október árið 2020 og að vinur kvænta mannsins hefði brotið á sér í golfferð sem hún hefði farið í með ástmanni sínum.

Í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin konur sagðist Vítalía ekki ætla að kæra manninn sem hún var í ástarsambandi með.

Ekki kemur fram í færslu Vítalíu á Twitter hvern eða hverja hún hefur ákveðið að kæra.

mbl.is