Lífið snýst um skemmtisiglingar hjá Guðrúnu í Flórída

Íslendingar í útlöndum | 26. mars 2022

Lífið snýst um skemmtisiglingar hjá Guðrúnu í Flórída

Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir flutti til Orlandó í Flórída fyrir 27 árum síðan með fjölskyldunni sinni. Guðrún sem hefur einnig búið í Púertó Ríkó í þrjú ár og önnur þrjú ár í Napólí á Ítalíu hefur mikla ástríðu fyrir ferðalögum. Hún starfar nú í ferðageiranum og hjálpar meðal annars Íslendingum að finna spennandi ferðir með skemmtiferðaskipum. 

Lífið snýst um skemmtisiglingar hjá Guðrúnu í Flórída

Íslendingar í útlöndum | 26. mars 2022

Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir býr í Flórída.
Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir býr í Flórída. Ljósmynd/Aðsend

Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir flutti til Orlandó í Flórída fyrir 27 árum síðan með fjölskyldunni sinni. Guðrún sem hefur einnig búið í Púertó Ríkó í þrjú ár og önnur þrjú ár í Napólí á Ítalíu hefur mikla ástríðu fyrir ferðalögum. Hún starfar nú í ferðageiranum og hjálpar meðal annars Íslendingum að finna spennandi ferðir með skemmtiferðaskipum. 

Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir flutti til Orlandó í Flórída fyrir 27 árum síðan með fjölskyldunni sinni. Guðrún sem hefur einnig búið í Púertó Ríkó í þrjú ár og önnur þrjú ár í Napólí á Ítalíu hefur mikla ástríðu fyrir ferðalögum. Hún starfar nú í ferðageiranum og hjálpar meðal annars Íslendingum að finna spennandi ferðir með skemmtiferðaskipum. 

Guðrún byrjaði í ferðabransanum þegar hún fór að keyra Íslendinga vítt og breytt um Flórída. „Síðan fór ég sem farastjóri fyrir Ingólf Guðbrandsson með hópa frá Íslandi í nokkrar skemmtisiglingar en hafði aldrei siglt áður sjálf. Það var nýtt fyrir mig og ég varð hálf smeyk fyrsta daginn í skipinu en vandist því vel.“

Fljótlega eftir að Guðrún fór sem fararstjóri í skemmtiferðasiglingar fór fólk að spyrja af hverju hún færi ekki að selja ferðir í siglingar sjálf. „Ég ákvað að verða „travel agent“, eins og það er kallað hérna. Ég vinn fyrir stóra ferðaskrifstofu sem er með nálægt þúsund manns í vinnu vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðrún sem vinnur sjálfstætt fyrir ferðaskrifstofuna. Fyrirtæki hennar Flórdíafrí hjálpar Íslendingum að finna skemmtilegar siglingar. 

Guðrún hefur farið í margar siglingar.
Guðrún hefur farið í margar siglingar. Ljósmynd/Aðsend

Í tengslum við vinnuna hefur Guðrún ferðast mikið og kynnst ýmsum áfangastöðum og farið í margar siglingar með vinnufélögum sínum auk þess sem hún sækir námskeið erlendis. „Það er einstaklega gefandi að geta aðstoðað fólk sem er að leita að skemmtilegu fríi. Ég hef alveg sérhæft mig í sölu skemmtisiglinga hjá flestum skipafélögunum. Ég bóka líka ferðir þar sem allt er innifalið til staða eins og Cancun í Mexíkó. Ég þekki skipafélögin vel, hvað þau bjóða upp á og fleira í þeim dúr þar sem ég hef farið í allt að 40 skemmtisiglingar sjálf. Í dag bóka ég siglingar fyrir fólk og aðstoða þegar þarf við innskráningu í skipið og gef ráð þegar þarf varðandi hitt og þetta sem spurt er um. Einnig veiti ég ráð hvaða skipafélag gæti hentað best og hvað hvert skipafélag hefur upp á að bjóða. Ég sé um allar greiðslur og að svara öllum spurningum sem koma upp. Stundum koma upp atvik sem þarf að ganga í eftir siglinguna og þá er það mitt að gera það, fyrir þá sem bóka hjá mér.“

Fyrsta sigling Guðrúnar á skemmtiferðarskipi var eftirminnileg. „Ég var með íslenskan hóp, þetta voru aðallega skipstjórar og stýrimenn með konurnar sínar. Það var í þeirri ferð sem ég varð hálf smeyk þegar ég kom inn í klefann í skipinu, mér fannst ég vera lokuð inni. Ekki lagaðist það þegar við vorum öll í sólbaði uppi á dekki í rólegheitum, þá segir einn skipstjórinn að mig að mig minnir: „Veistu, þar sem við erum núna er dýpsta hafið hérna.“ Ég svitnaði úr hræðslu en sú hræðsla hvarf fljótlega,“ segir Guðrún. Núna nýtur hún þess að sigla og njóta alls þess sem er boðið upp á um borð hvort sem það er góður matur, drykkir, þjónusta, þægindi eða skemmtanir. 

Hvert vilja Íslendingar helst sigla

„Íslendingar sækjast meira eftir siglingum í Karíbahafið yfir vetramánuðina en Miðjarðarhafið yfir sumartímann. Karíbahafið er alltaf þægilegt, ekki of heitt þar sem þetta eru eyjar. Það getur rignt allt í einu en svo er það búið og sólin skín og það er heitt og þægilegt.“

Það er hægt að gera margt skemmtilegt í skemmtiferðaskipum.
Það er hægt að gera margt skemmtilegt í skemmtiferðaskipum. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhaldsstað í heiminum?

„Ég er Íslendingur og kem reglulega til Íslands, þannig að það er uppáhaldslandið sem ég heimsæki. Ég bjó á Ítalíu í þrjú ár og hef smá taugar þangað og er mjög hrifin af ítalskri menningu og landinu þeirra. Suður-Evrópa heillar mig í Evrópu. Suður-karabísku eyjarnar eru líka meira spennandi finnst mér þó að allar eyjarnar þar séu að vissu leyti svipaðar.“

Hvernig er draumasiglingin þín?

„Draumasiglingin mín væri skemmtisigling um Miðjarðarhafið, heimsækja mörg lönd í góðum félagsskap með evrópsku skipafélagi með gæða þjónustu um borð. Ég held að ég viti hvaða skipafélag það yrði,“ segir Guðrún. 

mbl.is