Ferðin með Hemma Gunn 1998 var toppurinn

Á ferðalagi | 27. mars 2022

Ferðin með Hemma Gunn 1998 var toppurinn

Kokkurinn Ágúst Úlfur Eyrúnarson, betur þekktur sem Gústi Chef, er ferðaþyrstur eftir tvö ár af heimsfaraldri. Draumurinn er að fara til Asíu en Spánn stendur alltaf fyrir sínu. Á Spáni er ekki bara sól og móðir Gústa heldur líka einstaklega bragðgóð Serrano-skinka og safaríkir ávextir. 

Ferðin með Hemma Gunn 1998 var toppurinn

Á ferðalagi | 27. mars 2022

Ágúst Úlfur Eyrúnarson, eða Gústi Chef, langar meðal annars að …
Ágúst Úlfur Eyrúnarson, eða Gústi Chef, langar meðal annars að ferðast um Asíu og borða góðan mat. Ljósmynd/Aðsend

Kokkurinn Ágúst Úlfur Eyrúnarson, betur þekktur sem Gústi Chef, er ferðaþyrstur eftir tvö ár af heimsfaraldri. Draumurinn er að fara til Asíu en Spánn stendur alltaf fyrir sínu. Á Spáni er ekki bara sól og móðir Gústa heldur líka einstaklega bragðgóð Serrano-skinka og safaríkir ávextir. 

Kokkurinn Ágúst Úlfur Eyrúnarson, betur þekktur sem Gústi Chef, er ferðaþyrstur eftir tvö ár af heimsfaraldri. Draumurinn er að fara til Asíu en Spánn stendur alltaf fyrir sínu. Á Spáni er ekki bara sól og móðir Gústa heldur líka einstaklega bragðgóð Serrano-skinka og safaríkir ávextir. 

Gústi segist vera hrifinn af fjölbreyttum ferðalögum. „Stuttar borgarferðir með vinum eða ástkonu eru æði. Lengri ferðir geta bæði verið slökunar ferðir til mömmu á Spáni sem reyndar breyttist í keppnisferð í fyrra og svo ferðir til að skoða menningu og listir sem eru áhugamál,“ segir Gústi þegar hann er spurður út í hvernig ferðalögum hann heillast af. 

Áttu þér uppáhaldsstað erlendis?

„Mér finnst Spánn æði, allsstaðar sem ég hef komið. Það er eitthvað þar sem passar mér vel. Svo er Seattle í algeru uppáhaldi, einhvern veginn líður mér eins og ég eigi heima þar.“

Mynd tekin úr Nálinni í Seattle
Mynd tekin úr Nálinni í Seattle Ljósmynd/Aðsend

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið sem þú hefur farið í?

„Costa del Sol 1989 í fararstjórn Hemma Gunn, ég var 14 ára og sá Márabyggingar í Andalúsíu og upplifði fyrst hvað heimurinn er stór og merkilegur. Ekki skemmdi fyrir að sjá BAD tónleikana með Michael Jackson meðan það mátti enn, finnast hann æði. Hemmi var ótrúleg manneskja og magnað að eiga þessa minningu af honum og að fá að spila fótbolta við hann.“

Hvar hefur þú fengið besta matinn á ferðalagi?

„12 rétta máltíð á Per Se, þriggja stjörnu veitingastað Thomas Keller í New York með Merði vini mínum var algert ævintýri.“

Mynd úr eldhúsi Per Se eftir máltíð.
Mynd úr eldhúsi Per Se eftir máltíð. Ljósmynd/Aðsend

Hefur einhver matur verið sérstaklega vondur?

„Rosalega margt í Noregi er hræðilegt. Biffsnadder og Bearnaise allsstaðar og svo er Potet Ball algerlega hræðilegt. Pinnekjöt er líka furðulegur réttur eða vind þurrkuð lambarif sem eru soðin, ekki sérstakt.“

Ertu orðinn ferðaþyrstur eftir Covid? 

„Ég fór einu sinni til Spánar á meðan og er alveg orðinn vel ferðaþyrstur, langar til Asíu fljótlega og þá helst Taílands og Suður-Kóreu, mikið vegna matarins. Ég er einmitt að undirbúa kóreska veislu í vinnunni í dag sem verður borin fram á morgun, trylltur matur þar á ferð.“

Sólin heillar alltaf.
Sólin heillar alltaf. Ljósmynd/Aðsend

Ertu búinn að skipuleggja næsta frí?

„Nei en fer líklega til Spánar í sumar að heimsækja mömmu, borða æðislega ávexti og serrano skinkur. Mjög líklega mun ég líka keppa í Jiu Jitsu móti ef ég get þar sem ég er með algera þráhyggju fyrir þeirri íþrótt á gamalsaldri.“ 

Hvert dreymir þig um að ferðast? 

„Taíland, Víetnam, Suður- og Norður Kóreu og Japan. Svo langar mig mikið að ferðast um Norður-Afríku og borða mat, þá sérstaklega Líbanon. Svo er Jakobsvegurinn á planinu í framtíðinni, langar virkilega að fara hann allan.“

mbl.is