Segist ekki hafa tekið neitt til baka

Úkraína | 28. mars 2022

Segist ekki hafa tekið neitt til baka

Joe Biden Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa dregið ummæli sín til baka, sem féllu í lok ræðu hans í Varsjá á laugardagskvöld, um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd.

Segist ekki hafa tekið neitt til baka

Úkraína | 28. mars 2022

Joe Biden á blaðamannafundi í dag.
Joe Biden á blaðamannafundi í dag. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa dregið ummæli sín til baka, sem féllu í lok ræðu hans í Varsjá á laugardagskvöld, um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd.

Joe Biden Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa dregið ummæli sín til baka, sem féllu í lok ræðu hans í Varsjá á laugardagskvöld, um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd.

Þetta tjáði forsetinn blaðamönnum í Hvíta húsinu í dag.

„Ég er ekki að taka neitt til baka ... Ég vil gera það ljóst, að ég var ekki þá, og ekki heldur núna, að mæla fyrir einhverri stefnubreytingu. Ég var að láta í ljós þá siðferðislegu hneykslan sem ég finn fyrir – ég biðst engrar afsökunar á mínum eigin tilfinningum,“ sagði Biden við blaðamenn.

Þá kvaðst hann ekki hafa áhyggjur af því að ummælin gætu ýtt undir frekari spennu gagnvart Pútín vegna innrásarinnar í Úkraínu. Bætti Biden við að hann hefði verið að „tala til rússnesku þjóðarinnar, að segja henni hvað okkur finnst“.

„Mér er sama hvað honum finnst,“ sagði hann enn fremur um Pútín.

„Þetta er náungi sem fer eftir eigin takti, og sú hugdetta – að hann muni gera eitthvað yfirgengilegt vegna þess að ég kallaði hann það sem hann er, og sagði hvað hann er að gera – ég held að hún sé ekki rökrétt.“

Biden fyrir utan konunglega kastalann í Varsjá.
Biden fyrir utan konunglega kastalann í Varsjá. AFP

Þóttu gefa stefnubreytingu til kynna

„Í Guðs bæn­um, þessi maður get­ur ekki verið áfram við völd,“ hafði forsetinn sagt, um tveimur sólarhringum áður, fyrir utan konunglega kastalann í Varsjá.

Um­mæl­in þóttu und­ir eins gefa til kynna mikla stefnu­breyt­ingu banda­rískra stjórn­valda.

En þau fengu ekki að standa lengi. Eða öllu held­ur merk­ing þeirra. Emb­ætt­ismaður frá Hvíta hús­inu var nefni­lega fljót­ur að stíga fram eft­ir að ræðunni lauk. Full­yrti sá að for­set­inn hefði ekki raun­veru­lega átt við það að Pútín væri ekki leng­ur vært á valda­stóli.

„Mein­ing for­set­ans var sú að það mætti ekki leyfa Pútín að beita valdi sínu gagn­vart ná­grönn­um sín­um eða á svæðinu,“ höfðu fréttamiðlar eft­ir emb­ætt­is­mann­in­um, en nafni hans var haldið leyndu. „Hann var ekki að tala um völd Pútíns í Rússlandi, eða stjórn­ar­skipti.“

Nú virðist aftur á móti sem Biden gangist við þeirri merkingu sem ráða mátti af orðum hans.

Þau hafi þó fallið af vörum hans sjálfs, Joe Biden, en ekki af vörum 46. forseta Bandaríkjanna.

mbl.is