Golfferðir með vinum eru allra bestu ferðirnar

Á ferðalagi | 4. apríl 2022

Golfferðir með vinum eru allra bestu ferðirnar

Helga Eysteinssyni finnst skemmtilegast að ferðast þegar áhugamálin, útivist og hreyfing, fá að leika stóran þátt og er Ísland oft ekki síðri áfangastaður að mati Helga en útlönd. Líf Helga snýst um ferðalög en hann starfar hjá hinu nýstofnaða flugfélagi Nicair þar sem hann sinnir uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi. 

Golfferðir með vinum eru allra bestu ferðirnar

Á ferðalagi | 4. apríl 2022

Helgi Eysteinnson fer reglulega í golfferðir og er einmitt á …
Helgi Eysteinnson fer reglulega í golfferðir og er einmitt á leiðinni í eina slíka fljótlega. Ljósmynd/Aðsend

Helga Eysteinssyni finnst skemmtilegast að ferðast þegar áhugamálin, útivist og hreyfing, fá að leika stóran þátt og er Ísland oft ekki síðri áfangastaður að mati Helga en útlönd. Líf Helga snýst um ferðalög en hann starfar hjá hinu nýstofnaða flugfélagi Nicair þar sem hann sinnir uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi. 

Helga Eysteinssyni finnst skemmtilegast að ferðast þegar áhugamálin, útivist og hreyfing, fá að leika stóran þátt og er Ísland oft ekki síðri áfangastaður að mati Helga en útlönd. Líf Helga snýst um ferðalög en hann starfar hjá hinu nýstofnaða flugfélagi Nicair þar sem hann sinnir uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi. 

„Á þessum fyrstu vikum eru verkefnin afar fjölbreytt og nauðsynlegt að allir gangi í hin ýmsu verk,“ segir Helgi um starfið en Niceair hefur sig til flugs frá Akureyri. 

„Ég er hrifnastur af ferðalögum sem tengjast áhugamálunum og hreyfingu í góðum félagsskap. Hjóla-, skíða- og golfferðir eru í uppáhaldi. Fyrir fjallahjólreiðar og fjallaskíði er alls ekki síðra að ferðast innanlands. i fyrir hjóla- og fjallaskíðaferðir,“ segir Helgi um hvernig ferðalögum hann er hrifinn af. 

Helgi Eysteinsson er duglegur að fera í skemmtilegar ferðir með …
Helgi Eysteinsson er duglegur að fera í skemmtilegar ferðir með vinum sínum, bæði innalands sem og erlendis. Ljósmynd/Aðsend

Hvert er eftirminnilegasta frí sem þú hefur farið í?

„Frí í Marrakech þar sem ég týndist í medínunni, sem er mikið völundarhús. Marrakech er stórkostleg en getur verið þrúgandi ef maður villist af leið. Bílferð upp í fjöllin í nágrenni Marrakech var ekki síður eftirminnileg. Það fékk maður innsýn í gjörólíkan menningarheim sem er samt svo nálægt okkur.“

Áttu þér uppáhaldsstað? 

„Ég get illa gert upp á milli San Sebastian á Spáni og Puerto Vallarta í Mexíkó. Báðir staðir eru dásamlega fallegir strandbæir. Maturinn stendur upp úr í San Sebastian og ér er alltaf á leiðinni þangað aftur. Hver einasta krá býður upp á stórkostlegan mat í Michelin-gæðum. Lega bæjarins er líka einstök og útsýnið yfir flóann er magnað hvert sem litið.

Það eru ábyggilega 20 ár síðan ég kom til Puerto Vallarta en minningarnar þaðan sækja stöðugt að mér. Í bænum blandast saman ósvikin mexíkósk menning og ferðamennska en skilin eru víða óljós sem skapar heillandi andrúmsloft.

Sú borg sem hefur komið mér mest á óvart er Haag í Hollandi. Þangað fór ég með hóp í árshátíðarferð og hafði engar væntingar. Svo kom í ljós að borgin er stórskemmtileg og ótrúlega skemmtilega blanda af gamallri mið evrópskri borg og strandbæ.“

Helga fer meðal annars á fjallaskíði.
Helga fer meðal annars á fjallaskíði. Ljósmynd/Aðsend

Skipuleggur þú ferðalög með löngum fyrirvara eða tekur þú skyndiákvarðanir þegar þú ferðast?

„Ég vil helst að hafa fyrirvara og njóta þess að hlakka til. Skyndiferðirnar hafa þó verið margar í gegnum tíðina.“

Hvernig styttir þú þér stundir í flugvélum?

„Ég reyni að hafa með mér lesefni og þætti eða bíómyndir í símanum. Oftar en ekki þá enda ég á því að vera dolfallinn af upplýsingunum um flugið og staðsetningu vélarinnar, hraða hæð og svo framvegis.“

Ísland hefur upp á mikið að bjóða að mati Helga.
Ísland hefur upp á mikið að bjóða að mati Helga. Ljósmynd/Aðsend

Hvert ætlar þú næst?

„Golfferð til Norður-Írlands er næst á dagskránni. Hún hefur verið í bígerð síðan 2020 en hefur nokkrum sinnum verið frestað vegna Covid takmarkana. Golfferðir með vinunum eru með allra bestu ferðunum að mínu mati. Þá er maður að hreyfa sig og leika sér allan daginn og nýtur samverustunda með vinum þess á milli. Ég er í hópi sem hefur farið saman í golfferð til Bretlandseyja á hverju ári, með tveimur undantekningum vegna Covid takmarkana, undanfarin 20 ár.“

Hvert dreymir þig um að fara? 

„Nýja Sjáland, Patagonia í Argentínu og fjallaskíðaferð til Grænlands eru iðulega ofarlega í huga mér.“

mbl.is