„Núna eða aldrei“ að koma í veg fyrir hamfarir

Loftslagsvá | 5. apríl 2022

„Núna eða aldrei“ að koma í veg fyrir hamfarir

Mannkynið hefur innan við þrjú ár til að stöðva aukningu á útblæstri kolefnis í andrúmsloftið og innan við áratug til að draga úr honum um næstum helming.

„Núna eða aldrei“ að koma í veg fyrir hamfarir

Loftslagsvá | 5. apríl 2022

Kona fylgist með skógareldum í héraðinu Chefchaouen í norðurhluta Marokkó …
Kona fylgist með skógareldum í héraðinu Chefchaouen í norðurhluta Marokkó í fyrra. AFP

Mannkynið hefur innan við þrjú ár til að stöðva aukningu á útblæstri kolefnis í andrúmsloftið og innan við áratug til að draga úr honum um næstum helming.

Mannkynið hefur innan við þrjú ár til að stöðva aukningu á útblæstri kolefnis í andrúmsloftið og innan við áratug til að draga úr honum um næstum helming.

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum greindu frá þessu og sögðu þetta vera síðasta tækifærið fyrir heimsbyggðina til að tryggja „lífvænlega framtíð“.

Verkefnið er erfitt en er enn mögulegt. Núverandi stefna stjórnvalda víða um heim leiðir aftur á móti til þess að hitastig jarðar hækkar með hrikalegum afleiðingum ef ekkert verður að gert, að sögn milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).

Íbúa bjargað í maí í fyrra á götu í borginni …
Íbúa bjargað í maí í fyrra á götu í borginni Kochi á suðvesturhluta Indlands. Þar urðu mikiil flóð eftir að fellibylurinn Tauktae gekk þar yfir. AFP

Skýrsla nefndarinnar er 2.800 blaðsíðna löng. Þar er að finna umfangsmesta matið á því til þessa um hvernig er hægt að draga úr hlýnun jarðar. Í skýrslunni hafa verið skrásett „endurtekin loforð í loftslagsmálum sem hafa verið brotin“, að sögn Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

„Sumar ríkisstjórnir og viðskiptaleiðtogar segja eitt en gera annað. Þeir eru satt best að segja að ljúga. Og niðurstaðan mun hafa hamfarir í för með sér,“ sagði Guterres.

Konur kæla sig í miklum hita við inngang hringleikahússins Colosseum …
Konur kæla sig í miklum hita við inngang hringleikahússins Colosseum í Róm í ágúst í fyrra. AFP

Undanfarna mánuði hefur IPCC birt fyrstu tvær skýrslurnar af þremur sem sýna vísindamenn útskýra hvernig útblástur gróðurhúsalofttegunda er að hita upp plánetuna og hvað það þýðir fyrir lífið á jörðinni.

Þriðja skýrslan sýnir hvað við getum gert til að sporna við þessu.

„Við erum á krossgötum,“ sagði yfirmaður IPCC, Hoesung Lee. „Ákvörðunin sem við tökum núna getur tryggt lífvænlega framtíð. Við höfum verkfærin og kunnáttuna sem þörf er á til að hafa hemil á hlýnuninni.“

Slökkviliðsmenn að störfum í suðurhluta Frakklands í fyrra í miklum …
Slökkviliðsmenn að störfum í suðurhluta Frakklands í fyrra í miklum skógareldum. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að þessi verkfæri séu „innan okkar seilingar“: „Þjóðir heimsins verða að vera nógu hugrakkar til að nota þau.“

Að sögn IPCC snúa lausnirnar að nánast öllum hliðum nútímalífs.

Vísindamenn vara við því að ef hitastig jarðar eykst um meira en 1,5 gráður geta heilu vistkerfin hrunið og breytingar verða á loftslagskerfinu sem ekki verður hægt að snúa við.

Til að ná þessu markmiði, segir í skýrslunni, þarf að draga úr útblæstri kolefnis um 43 prósent fyrir árið 2030 og 84 prósent fyrir miðja þessa öld.

Sjálfboðaliði í Kreuzberg í ríkinu Rhineland-Palatinate í vesturhluta Þýskalands í …
Sjálfboðaliði í Kreuzberg í ríkinu Rhineland-Palatinate í vesturhluta Þýskalands í fyrra eftir mikil flóð sem gengu þar yfir í fyrra. AFP

„Það er núna eða aldrei, ef við viljum takmarka hlýnunina við 1,5 gráður,“ sagði Jim Skea, prófessor við Imerial Collage í London, sem er einn þeirra sem hafði yfirumsjón með skýrslunni.

„Án tafarlausra og mikilla aðgerða til að draga úr útblæstri í öllum geirum verður þetta ómögulegt.“

mbl.is