Ólafur Darri baðar sig í sviðsljósinu í Cannes

Íslendingar í útlöndum | 5. apríl 2022

Ólafur Darri baðar sig í sviðsljósinu í Cannes

Íslenski stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson er staddur í Cannes í Frakklandi um þessar mundir en hann er dómari á kvikmyndahátíðinni Canneseries. Ásamt því að dæma kvikmyndir á hátíðinni hefur Ólafur Darri verið duglegur að ganga bleika dregilinn ásamt öðrum stórstjörnum sem eru með honum í dómnefndinni.

Ólafur Darri baðar sig í sviðsljósinu í Cannes

Íslendingar í útlöndum | 5. apríl 2022

Ólafur Darri Ólafsson ásamt leikaranum Denis O'Hare í Cannes.
Ólafur Darri Ólafsson ásamt leikaranum Denis O'Hare í Cannes. AFP/ Valery HACHE

Íslenski stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson er staddur í Cannes í Frakklandi um þessar mundir en hann er dómari á kvikmyndahátíðinni Canneseries. Ásamt því að dæma kvikmyndir á hátíðinni hefur Ólafur Darri verið duglegur að ganga bleika dregilinn ásamt öðrum stórstjörnum sem eru með honum í dómnefndinni.

Íslenski stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson er staddur í Cannes í Frakklandi um þessar mundir en hann er dómari á kvikmyndahátíðinni Canneseries. Ásamt því að dæma kvikmyndir á hátíðinni hefur Ólafur Darri verið duglegur að ganga bleika dregilinn ásamt öðrum stórstjörnum sem eru með honum í dómnefndinni.

Franski handritshöfundurinn Fanny Herero er formaður dómnefndar. Aðrir í dómnefndinni eru franska leikkonan Anne Marivin, franski leikarinn Sami Outalbali úr SexEducation, bandaríski leikarinn Dennis O’Hare úr American Horror Story og tónskáldið Daniel Pemberton sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í TheTrial of the Chicago 7 fyrir nokkrum árum. 

Dómnefndin á Canneseries. Leikarinn Denis O'Hare, handritshöfundurinn Fanny Herrero, leikkonan …
Dómnefndin á Canneseries. Leikarinn Denis O'Hare, handritshöfundurinn Fanny Herrero, leikkonan Anne Mirivin, leikarinn Sami Outalbali, tónskáldið Daniel Pemberton og Ólafur Darri Ólafsson. AFP/ Valery HACHE

Ekki er um að ræða hina fornfrægu kvikmyndahátíð í Cannes heldur aðra minni hátíð. Hátíðin var fyrst haldin árið 2018 og er nú haldin í fimmta sinn. Hátíðin leggur áherslu á skapandi og frumlegar myndir.  

Ólafur Darri á sviðinu ásamt öðrum í dómnefndinni
Ólafur Darri á sviðinu ásamt öðrum í dómnefndinni AFP/Valery HACHE
mbl.is