Páll Magnússon oddviti H-listans

Sveitarstjórnarkosningar | 5. apríl 2022

Páll Magnússon oddviti H-listans

Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er oddviti H-listans (Fyrir Heimaey) fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Var listinn samþykktur á framboðsfundi H-listans nú fyrir skemmstu. 

Páll Magnússon oddviti H-listans

Sveitarstjórnarkosningar | 5. apríl 2022

Páll Magnússon leiðir H-listann.
Páll Magnússon leiðir H-listann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er oddviti H-listans (Fyrir Heimaey) fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Var listinn samþykktur á framboðsfundi H-listans nú fyrir skemmstu. 

Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er oddviti H-listans (Fyrir Heimaey) fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Var listinn samþykktur á framboðsfundi H-listans nú fyrir skemmstu. 

Eyjalistinn og H-listinn (Fyrir Heimaey) mynda nú saman meirihluta í Vestmannaeyjum og hefur Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri leitt það samstarf fyrir hönd H-listans.

Í öðru sæti listans er Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og því þriðja Íris Róbertsdóttir. 

Páll greinir frá framboðinu í Facebook-færslu í kvöld þar sem hann kveðst síður en svo hættur að vera sjálfstæðismaður. Hann ásamt kjörnefnd félagsins og Írisi Róbertsdóttur hafi verið sammála um að best væri að oddviti listans og bæjarstjóraefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn.

Listinn í heild
1. Páll Magnússon
2. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
3. Íris Róbertsdóttir
4. Örn Friðriksson
5. Ellert Scheving Pálsson
6. Aníta Jóhannsdóttir
7. Arnar Richardsson
8. Rannveig Ísfjörð
9. Sveinn Rúnar Valgeirsson
10. Hrefna Jónsdóttir
11. Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson
12. Bryndís Gísladóttir
13. Valur Már Valmundarson
14. Guðný Halldórsdóttir
15. Kristín Bernharðsdóttir
16. Eiður Aron Sigurbjörnsson
17. Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir
18. Leifur Gunnarsson

Í sveitarstjórnarkosningunum 2018 hlaut Eyjalistinn 20,3% atkvæða en Sjálfstæðisflokkur 45,4% og H-listinn 34,2%.

Páll Magnússon hefur að undanförnu verið einn af stjórnendum þáttarins Dagmála. Því er nú lokið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is