Framsókn á miklu flugi

Sveitarstjórnarkosningar | 6. apríl 2022

Framsókn á miklu flugi

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru nánast jöfn og stærst í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor. Samfylkingin fengi 25,9% atkvæða en Sjálfstæðisflokkur 25,5% atkvæða.

Framsókn á miklu flugi

Sveitarstjórnarkosningar | 6. apríl 2022

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Skjáskot/Rúv

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru nánast jöfn og stærst í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor. Samfylkingin fengi 25,9% atkvæða en Sjálfstæðisflokkur 25,5% atkvæða.

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru nánast jöfn og stærst í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor. Samfylkingin fengi 25,9% atkvæða en Sjálfstæðisflokkur 25,5% atkvæða.

Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og hefur bætt við sig um fjórum prósentustigum frá síðustu mælingu Maskínu og er nú með 14% fylgi. Það er ríflega tíu prósentustigum meira en flokkurinn uppskar í síðustu sveitarstjórnarkosningum þegar hann hlaut rúmlega 3% atkvæða.

Allir samstarfsflokkar Samfylkingarinnar í borgarstjórn mælast minni nú en þeirri síðustu. Fylgi Pírata er núna 11–12% en var 16–17% í mælingu Maskínu í mars sl. Fylgið nú er þó meira en flokkurinn uppskar í síðustu sveitarstjórnarkosningum þegar Píratar hlutu tæplega 8% atkvæða. Viðreisn mælist 2–3 prósentustigum minni en síðast og er núna undir kjörfylgi eða tæplega 6%. Vinstri græn gefur talsvert eftir frá síðustu mælingu og er nú með 4–5% fylgi sem er svipað því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Í síðustu mælingu Maskínu var VG með 8% fylgi.

Sósíalistaflokkurinn hefur ekki mælst stærri í mælingum Maskínu frá síðustu kosningum en nú er flokkurinn með 8–9% fylgi. Það er tveimur prósentustigum meira en flokkurinn uppskar í síðustu kosningum.

Þessar niðurstöður sýna að tæplega 4% Reykvíkinga myndu kjósa Flokk fólksins í kosningunum í maí næstkomandi. Það er minna fylgi en flokkurinn mældist með í síðustu Maskínukönnun þegar rétt um 6% sögðust ætla sér að kjósa flokkinn. Miðflokkurinn hefur aldrei mælst minni en nú er hann með innan við 1% fylgi.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 828, en þeir eru á aldrinum 18 ára og eldri og búsettir í Reykjavík. Könnunin fór fram 22. til 29. mars 2022.

mbl.is