Karl Gauti kærir ákvörðun lögreglunnar

Alþingiskosningar 2021 | 8. apríl 2022

Karl Gauti kærir ákvörðun lögreglunnar

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi alþingismaður, hefur kært hefur ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi til ríkissaksóknara um að fella niður rannsókn á talningarmálinu sem kom upp fyrir síðustu alþingiskosningar.

Karl Gauti kærir ákvörðun lögreglunnar

Alþingiskosningar 2021 | 8. apríl 2022

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjaltason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi alþingismaður, hefur kært hefur ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi til ríkissaksóknara um að fella niður rannsókn á talningarmálinu sem kom upp fyrir síðustu alþingiskosningar.

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi alþingismaður, hefur kært hefur ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi til ríkissaksóknara um að fella niður rannsókn á talningarmálinu sem kom upp fyrir síðustu alþingiskosningar.

Fréttablaðið greinir frá þessu. 

Karl Gauti féll út af þingi við end­urtaln­ingu at­kvæða í Alþing­is­kosn­ing­un­um síðasta haust, en við end­urtaln­ing­una komu jafn­framt í ljós ýms­ir van­kant­ar á starfs­hátt­um kjör­stjórn­ar. Kjör­gögn voru til að mynda ekki inn­sigluð.

Kærði Karl Gauti málið til lög­reglu­stjór­ans á Vest­ur­landi sem sektaði yfir­kjör­stjórn­ar­fólk fyr­ir brot á lög­um sem kveða á um meðferð kjör­gagna. Eng­inn í kjör­stjórn­inni greiddi hins veg­ar sekt­ina.

Lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi kom­st að þeirri niður­stöðu að rann­sókn á hend­ur fyrr­ver­andi for­manns yfir­kjör­stjórn­ar væri ekki lík­leg til sak­fell­ing­ar og var málið því fellt niður. 

mbl.is