Met slegin í verði á eldislaxi

Fiskeldi | 12. apríl 2022

Met slegin í verði á eldislaxi

Miklar verðhækkanir hafa orðið á norskum eldislaxi að undanförnu og náði meðalverð á mörkuðum í síðustu viku (viku 14) 88,12 norskum krónum á kíló, jafnvirði 1.295 íslenskum krónum. Meðalverð var því orðið 33,38% hærra en fyrir 12 vikum, 3,14% hærra en fyrir  fjórum vikum og 3,11% hærra en meðalverð viku 13.

Met slegin í verði á eldislaxi

Fiskeldi | 12. apríl 2022

mbl.is/Helgi Bjarnason

Miklar verðhækkanir hafa orðið á norskum eldislaxi að undanförnu og náði meðalverð á mörkuðum í síðustu viku (viku 14) 88,12 norskum krónum á kíló, jafnvirði 1.295 íslenskum krónum. Meðalverð var því orðið 33,38% hærra en fyrir 12 vikum, 3,14% hærra en fyrir  fjórum vikum og 3,11% hærra en meðalverð viku 13.

Miklar verðhækkanir hafa orðið á norskum eldislaxi að undanförnu og náði meðalverð á mörkuðum í síðustu viku (viku 14) 88,12 norskum krónum á kíló, jafnvirði 1.295 íslenskum krónum. Meðalverð var því orðið 33,38% hærra en fyrir 12 vikum, 3,14% hærra en fyrir  fjórum vikum og 3,11% hærra en meðalverð viku 13.

Þetta má lesa úr þróun laxvísitölu Nasdaq sem er vegið meðaltal vikulegs tilkynnts söluverðs og samsvarandi magns fersks slægðs atlantshafslax í efsta gæðaflokki.

Ef litið er til lax í sláturstærð (3-6 kíló) nam meðalverð á mörkuðum 88,64 norskum krónum, jafnvirði 1.302 íslenskra króna. Um er að ræða 34,73% hækkun á meðalverði undanfarnar 12 vikur, 3,85% hækkun á fjórum vikum og 2,62% verðhækkun á einni viku.

Nýtt met í verði á eldislaxi var sett í síðustu viku samkvæmt heimildum Undercurrent News sem herma að verð hafi jafnvel farið yfir 100 norskar krónur á kíló í einstökum tilfellum, eða yfir 1.469 íslenskra krónur.

mbl.is