Dýrkar borgarferðir og hefur ekki tölu á öllum ferðalögunum

Borgarferðir | 14. apríl 2022

Dýrkar borgarferðir og hefur ekki tölu á öllum ferðalögunum

Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri flugfélagsins Play hefur ferðast um allan heim. Hún hefur ekki tölu á hversu oft hún hefur farið eitthvað en hluti af fjölskyldu hennar býr erlendis. Hún á íslenska móður og líbanskan pabba og hefur alla tíð dýrkað að vera á þvælingi um heiminn. 

Dýrkar borgarferðir og hefur ekki tölu á öllum ferðalögunum

Borgarferðir | 14. apríl 2022

París á stóran stað í hjartanu.
París á stóran stað í hjartanu.

Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri flugfélagsins Play hefur ferðast um allan heim. Hún hefur ekki tölu á hversu oft hún hefur farið eitthvað en hluti af fjölskyldu hennar býr erlendis. Hún á íslenska móður og líbanskan pabba og hefur alla tíð dýrkað að vera á þvælingi um heiminn. 

Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri flugfélagsins Play hefur ferðast um allan heim. Hún hefur ekki tölu á hversu oft hún hefur farið eitthvað en hluti af fjölskyldu hennar býr erlendis. Hún á íslenska móður og líbanskan pabba og hefur alla tíð dýrkað að vera á þvælingi um heiminn. 

„Ég hef verið mjög dugleg að ferðast í gegnum tíðina og hef eiginlega ekki töluna á því hvað löndin eru mörg. Ég er svo heppin að helmingurinn af fjölskyldunni minni býr erlendis, bæði í miðausturlöndunum og í Bandaríkjunum, þannig ég hef ferðast mikið til að hitta þau. Svo vorum við vinkonurnar með ferðalög á heilanum áður en við eignuðumst börn og fórum í ófáar reisur, til dæmis til Suður-Ameríku og Asíu,“ segir Nadine. 

Hér er Nadine í Egyptalandi árið 2017.
Hér er Nadine í Egyptalandi árið 2017.
Þessi mynd var tekin í sundlaug í Indónesíu.
Þessi mynd var tekin í sundlaug í Indónesíu.

Aðspurð um eftirminnilegasta ferðalag sem hún hefur farið í nefnir hún bakpokaferðalag.

„Ætli það sé ekki bakpokaferðalag um Suður-Ameríku. Einnig verð ég að nefna Hong Kong en það er einn magnaður staður.“

Uppáhaldsborg?

„Uppáhaldsborgin mín í Evrópu er Madrid. Ég var þar í skiptinámi árið 2016. Ég elska eiginlega allt við borgina; menninguna, listasöfnin, veðrið, alla roof-top barina og svo er líka geggjað að borða og versla í Madrid,“ segir hún.

Nadine er mikil ævintýrakona en eftir menntaskóla fór hún til Mumbai á Indlandi og dvaldi þar í ár til að vinna á hóteli. Borgin á stað í hjarta hennar en hún er líka mjög hrifin af Hong Kong. 

Hér er hún stödd á Balí en hún fór þangað …
Hér er hún stödd á Balí en hún fór þangað þegar hún var í fæðingarorlofi.

Aðspurð um besta mat sem hún hefur fengið á ferðalagi nefnir hún matarmenninguna í Madrid á Spáni?

„Ég elska matarmenninguna í Madrid og finnst fátt betra en að fá mér gott tapas á einhverjum litlum sætum stað í borginni, það er nóg til af þannig stöðum og þeir eru eiginlega hver öðrum betri. Ég mæli til dæmis með að fólk fari og fái sér tapas á Mercado de San Miguel fyrir ekta madridar-stemningu.“

Þegar Nadine er spurð nánar út í Madrid segir hún að borgin sé svo einstök því fólk þurfi ekki að vera búið að plana hverju einustu sekúndu.

„Madrid er eiginlega þannig borg að maður á ekkert að vera með neitt of mikið planað. Þetta snýst allt um að fara út um morguninn, fá sér góðan kaffibolla úti í sólinni og rölta um borgina. Það er algjört must að kíkja á roof-top og fá sér drykk og kíkja í Malasana hverfið og fá sér tapas og kíkja í allar fínu second hand búðirnar,“ segir hún og segist fá vatn í munninn þegar hún hugsar um skyndibitastaðinn Tierra Burrito Bar.

„Þetta eru bestu burrito-ar í heiminum. Ég fæ vatn í munninn við að hugsa um þá og það ætti engin sem fer til Madridar að láta þetta fram hjá sér fara. Malasana hverfið í Madrid er með geggjaðar second hand búðir þar sem maður getur fundið alls konar gersemar. Svo er Gran Via stærsta verslunargatan með öllum þessum helstu fatamerkjum,“ segir Nadine. 

Hér er Nadine í Luxor í Egyptalandi.
Hér er Nadine í Luxor í Egyptalandi.
Nadine með soninn á Balí.
Nadine með soninn á Balí.

Hún segir að Madrid sé ekki beint túristaborg og það er það sem henni finnst svo gott við borgina. 

„Túristagildrurnar eru meira í Barcelona til dæmis þar sem fólk heldur að það sé eina með viti að hanga á römblunni sem ég myndi segja að væri túristagildra.“

Hefur þú lent í einhverju hættulegu á ferðalagi?

„Ég hef nú alltaf verið frekar heppin og ekki lent í mörgu hættulega en það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar ég og vinkona mín vorum í fæðingarorlofi á Balí og leigðum okkur vespu. Ég keyrði og hún var aftan á og svo skyndilega kom hola í götunni og við klessum frekar harkalega á. Við sluppum samt rosalega vel miðað við hraða en fengum samt mikið af skrámum og marbletti. Börnin voru að sjálfsögðu ekki með okkur á vespunni heldur á hótelinu með pöbbum sínum. Þetta var smá sjokk.“

Hér er sonurinn með móður sinni í Washington sem er …
Hér er sonurinn með móður sinni í Washington sem er hennar uppáhaldsborg í Bandaríkjunum.

Hvaða ferðalög eru á dagskrá hjá þér?

„Ég er nú að vinna hjá flugfélagi sem er með endalaust af spennandi áfangastöðum. Ég var hoppandi kát þegar ég frétti að við værum að byrja að fljúga til Madrid og ætla þangað í frí í sumar. Svo ætla ég að skella mér líka til New York að versla og dæna og væna en það er auðvitað draumaborg. Mig langar líka rosalega til Lissabon en PLAY byrjar fljótlega að fljúga þangað og ég hef aldrei komið þangað, sjáum til hverju ég kem fyrir í sumarfríinu,“ segir hún.

New York er í miklu uppáhaldi.
New York er í miklu uppáhaldi.

Hvernig ferðalögum ertu hrifnust af?

„Ég elska borgarferðir þar sem er líka sól og ég get setið úti, notið sólarinnar og borðað góðan mat.“

Þessi mynd var tekin í Hong Kong.
Þessi mynd var tekin í Hong Kong.
Hér er Nadine í Taílandi ásamt vinkonum sínum.
Hér er Nadine í Taílandi ásamt vinkonum sínum.
Jórdanía er heillandi að mati Nadine.
Jórdanía er heillandi að mati Nadine.
Hér er hún í Jórdaníu.
Hér er hún í Jórdaníu.
Á hestbaki í Jórdaníu.
Á hestbaki í Jórdaníu.
Hér er Nadine með vinkonum sínum í Brasilíu.
Hér er Nadine með vinkonum sínum í Brasilíu.
Í Hong Kong eru allar byggingar stórar.
Í Hong Kong eru allar byggingar stórar.
Hér er Nadine í Brasilíu.
Hér er Nadine í Brasilíu.
Hér er hún með soninn fyrir utan Hvíta húsið í …
Hér er hún með soninn fyrir utan Hvíta húsið í Washington.
Madrid er í miklu uppáhaldi. Hér er Nadine ásamt vinkonu …
Madrid er í miklu uppáhaldi. Hér er Nadine ásamt vinkonu sinni.
mbl.is