Norður-Kóreumenn prufa ný vopn

Norður-Kórea | 17. apríl 2022

Norður-Kóreumenn prufa ný vopn

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa prófað nýtt vopn með góðum árangri. Um er að ræða skammdrægar eldflaugar sem munu auka hernaðargetu þeirra og notkun á kjarnorkuvopnum að stóru leyti. 

Norður-Kóreumenn prufa ný vopn

Norður-Kórea | 17. apríl 2022

Kim Jong-un var ánægður með eldflaugarskotið.
Kim Jong-un var ánægður með eldflaugarskotið. Ljósmynd/BBC

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa prófað nýtt vopn með góðum árangri. Um er að ræða skammdrægar eldflaugar sem munu auka hernaðargetu þeirra og notkun á kjarnorkuvopnum að stóru leyti. 

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa prófað nýtt vopn með góðum árangri. Um er að ræða skammdrægar eldflaugar sem munu auka hernaðargetu þeirra og notkun á kjarnorkuvopnum að stóru leyti. 

Á vef BBC er greint frá því að sérfræðingar telja að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa prófanir á kjarnorkuvopni.

Árið 2017 hætti ríkið prófunum á kjarnorkuvopnum. Ári síðar sprengdu þeir upp Punggye-ri, sem var kjarn­orku­tilraunsvæði lands­ins, til þess að ná sáttum við Bandaríkin og Suður-Kóreu. 

Gervihnattarmyndir sýna hins vegar að verið sé að endurbyggja svæðið.

Ríkisrekna fréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, sagði að um væri að ræða þýðingarmikið vopn til þess að stórbæta skotgetu langdrægra eldflauga og auka skilvirkni í kjarnorkuvopnum.

Þá sagði að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, leggi nú áherslu á að byggja upp varnarkerfi ríkisins og kjarnorkuvopn.

Her Suður-Kóreu hefur staðfest að tveimur eldflaugum var skotið frá Norður-Kóreu í sjóinn í nótt. 

Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast fylgjast náið með stöðunni. 

mbl.is