Stórsókn Rússa í Donbas hafin

Úkraína | 18. apríl 2022

Stórsókn Rússa í Donbas hafin

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, sagði í dag að stórsókn Rússa í Donbas-héruðunum sé hafin. 

Stórsókn Rússa í Donbas hafin

Úkraína | 18. apríl 2022

Úkraínskir hermenn í Karkív.
Úkraínskir hermenn í Karkív. AFP

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, sagði í dag að stórsókn Rússa í Donbas-héruðunum sé hafin. 

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, sagði í dag að stórsókn Rússa í Donbas-héruðunum sé hafin. 

„Við getum nú staðfest að rússneskir hermenn hafa hafið orrustu í Donbas, sem þeir hafa undirbúið í langan tíma. Stór hluti rússneska hersins er nú að einblína á þessa sókn,“ sagði Selenskí á Telegram.

„Sama hversu margir rússneskir hermenn eru hér, munum við berjast. Við munum verja okkur.“

Úkraínsk yf­ir­völd hafa hvatt íbúa til að yf­ir­gefa Don­bas-héruðin og fara vest­ur til að flýja um­fangs­mikla sókn Rússa. 

Sergiy Gaiday, héraðsstjóri í Luhansk, greindi frá því fyrr í dag að sóknin væri hafin.

„Þetta er helvíti. Sóknin er hafin, sem þeir hafa talað um í margar vikur,“ sagði Gaiday á Facebook.

Að minnsta kosti átta almennir borgarar hafa látist í austurhluta landsins í dag. Að sögn Gaiday létust fjórir er þeir reyndu að flýja borgina Kreminna í Luhansk. 

mbl.is