Ólík sjónarmið hafi komið fram í ráðherranefndinni

Alþingi | 26. apríl 2022

Ólík sjónarmið hafi komið fram í ráðherranefndinni

„Ég hef ekki neinar upplýsingar um það, að Ríkisendurskoðun telji sig ekki hafa fullnægjandi heimildir til að skoða þetta mál. Ég treysti því að Ríkisendurskoðun muni upplýsa þingið ef svo ber undir að þær heimildir skorti og þá munum við ræða það, eðli máls samkvæmt.“

Ólík sjónarmið hafi komið fram í ráðherranefndinni

Alþingi | 26. apríl 2022

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef ekki neinar upplýsingar um það, að Ríkisendurskoðun telji sig ekki hafa fullnægjandi heimildir til að skoða þetta mál. Ég treysti því að Ríkisendurskoðun muni upplýsa þingið ef svo ber undir að þær heimildir skorti og þá munum við ræða það, eðli máls samkvæmt.“

„Ég hef ekki neinar upplýsingar um það, að Ríkisendurskoðun telji sig ekki hafa fullnægjandi heimildir til að skoða þetta mál. Ég treysti því að Ríkisendurskoðun muni upplýsa þingið ef svo ber undir að þær heimildir skorti og þá munum við ræða það, eðli máls samkvæmt.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag í sérstakri umræðu um sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Katrín sagði ákvörðun fjármálaráðherra að birta nöfn þeirra sem tóku þátt í útboðinu lýsa þeirri afstöðu ríkisstjórnarinnar og Alþingis að það sé eindreginn vilji þess að upplýsa þetta mál og að það ríki gagnsæi um ferlið.

Mikilvægt að rannsaka málið til hlítar

Einnig snerti Katrín á umræðunni sem fór fram ráðherranefnd um efnahagsmál og að þar hafi ýmiss sjónarmið verið viðruðu til dæmis að frumútboðsleiðin hafi verið heppilegri.

„En eins og fram hefur komið þá voru þessi sjónarmið ekki færð til bókar sem sérstakir fyrirvarar eða andstaða.“

„Það er auðvelt að segja spilling, en það er mikilvægara og gagnlegra að huga að því og rannsaka það til hlítar hvort að einhver kunni að hafa misnotað eða nýtt aðstöðu sína.“

„Þess vegna segi ég, leyfum þeim aðilum sem við höfum ákveðið með lögum að eigi að fara með þetta hlutverk að ljúka sinni vinnu svo við getum tekið afstöðu til þess sem þar kemur fram.“

mbl.is