Ráðherra verði að axla ábyrgð

Alþingi | 26. apríl 2022

Ráðherra verði að axla ábyrgð

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði í sérstakri umræðu um sölu á eignarhlutum ríkisins sem fór fram á Alþingi í dag að fjármálaráðherra gæti ekki einungis þurft að axla pólitíska ábyrgð, heldur einnig gæti hann þurft að axla lagalega ábyrgð vegna aðkomu hans að sölu bankans.

Ráðherra verði að axla ábyrgð

Alþingi | 26. apríl 2022

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði í sérstakri umræðu um sölu á eignarhlutum ríkisins sem fór fram á Alþingi í dag að fjármálaráðherra gæti ekki einungis þurft að axla pólitíska ábyrgð, heldur einnig gæti hann þurft að axla lagalega ábyrgð vegna aðkomu hans að sölu bankans.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði í sérstakri umræðu um sölu á eignarhlutum ríkisins sem fór fram á Alþingi í dag að fjármálaráðherra gæti ekki einungis þurft að axla pólitíska ábyrgð, heldur einnig gæti hann þurft að axla lagalega ábyrgð vegna aðkomu hans að sölu bankans.

„Stjórnarliðar tala hér eins og ráðherra hafi bara engu hlutverki að gegna í ákvörðuninni hvort það eigi að ganga í sölu á eignarhlutum ríkisins, sem er stórfurðuleg afstaða. Auðvitað hefur hann hlutverki að gegna. Annars væri ekki tilgreint í lögunum að það þurfi ákvörðun ráðherra.“

Kemur skýrt fram í lögum

Halldóra segir einnig að það komi skýrt fram í bæði siðareglum ráðherra og lögum að það sé óviðeigandi fyrir ráðherra að selja föður sínum ríkiseignir í lokuðu útboði.

„Fjármálaráðherra getur ekki vikið sér undan ábyrgðinni sinni. Hann getur það ekki, sér forsætisráðherra það ekki,“ sagði Halldóra og bætti því við að það sé mikilvægt að rannsóknarnefnd Alþingis rannsaki söluna á bankanum til hlítar. 

„Ýmiss atriði sölunnar falla hreinlega utan eftirlitsheimildar Ríkisendurskoðunar og því liggur fyrir að stofnunin hefur ekki lagalega heimild til þess að afla allra nauðsynlegra upplýsinga. Hins vegar getur ríkisendurskoðun vel starfað með rannsóknarnefnd og það eru fordæmi fyrir því.“

mbl.is