Flestir munu líklega smitast

Kórónuveiran COVID-19 | 27. apríl 2022

Flestir munu líklega smitast

Enn greinast um 100 manns smitaðir af kórónuveirunni daglega en faraldurinn er samt sem áður á niðurleið, að sögn sóttvarnalæknis sem segir hægt að þakka útbreiddu ónæmi fyrir það. Hann hvetur fólk til þess að mæta í sýnatöku þar sem áfram þarf að taka PCR-sýni svo hægt sé að fylgjast með því hvaða afbrigði kórónuveirunnar séu í umferð.

Flestir munu líklega smitast

Kórónuveiran COVID-19 | 27. apríl 2022

Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn greinast um 100 manns smitaðir af kórónuveirunni daglega en faraldurinn er samt sem áður á niðurleið, að sögn sóttvarnalæknis sem segir hægt að þakka útbreiddu ónæmi fyrir það. Hann hvetur fólk til þess að mæta í sýnatöku þar sem áfram þarf að taka PCR-sýni svo hægt sé að fylgjast með því hvaða afbrigði kórónuveirunnar séu í umferð.

Enn greinast um 100 manns smitaðir af kórónuveirunni daglega en faraldurinn er samt sem áður á niðurleið, að sögn sóttvarnalæknis sem segir hægt að þakka útbreiddu ónæmi fyrir það. Hann hvetur fólk til þess að mæta í sýnatöku þar sem áfram þarf að taka PCR-sýni svo hægt sé að fylgjast með því hvaða afbrigði kórónuveirunnar séu í umferð.

Sem stendur er það enn helst Ómíkron-afbrigðið og er sama staða uppi á teningnum í heiminum öllum. Einhver ný afbrigði hafa greinst á eftir Ómíkron en engin sem vísindamenn hafa talið ástæðu til þess að hafa sérstakar áhyggjur af.

„Þetta er allt saman að fara niður og það er mjög ánægjulegt. Ég held að það stafi af þessu útbreidda ónæmi eða hjarðónæmi sem er að nást hérna í samfélaginu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

„Ég held að það séu flestir sem muni fá þessa veiru á einhverjum tímapunkti. Það er bara spurning um hvenær.“

Óvíst hversu lengi ónæmið endist

Þórólfur bendir á að fleiri en þessir 100 sem greinast daglega smitist af kórónuveirunni og greinist í heimaprófum. Þau smit koma þá ekki inn í opinberar tölur.

„Við erum á góðum stað eins og staðan er en þetta er ekki búið. Það eru mjög margir í heiminum sem eiga eftir að fá Covid. Það er margt sem á eftir að gerast, við eigum eftir að sjá hvernig ónæmið sem hefur komið eftir sýkingu og eftir bólusetningu endist þegar fram líða stundir á næstu mánuðum og við þurfum líka að sjá hvort það komi ný afbrigði, hvort það verði uppsveifla í haust þannig að þetta eru allt atriði sem við þurfum að vera undirbúin undir,“ segir Þórólfur.

Þróunin hefur verið svipuð á öðrum Norðurlöndum, nema í Finnlandi. „Finnar eru kannski aðeins á eftir okkur í þessu,“ segir Þórólfur sem fundaði með kollegum sínum á Norðurlöndunum í morgun.

mbl.is