Fleiri 70 ára og eldri létust í mars

Kórónuveiran COVID-19 | 29. apríl 2022

Fleiri 70 ára og eldri létust í mars

Talsverð umræða hefur verið um fjölgun andláta á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrri ár. Ýjað hefur verið að því að kórónuveirufaraldrinum sé um að kenna. Embætti landlæknis bendir á það í frétt að engir tölfræðilegir útreikningar hafi verið gerðir á fjölda andlátanna í samanburði við fjölda andláta undangengin ár.

Fleiri 70 ára og eldri létust í mars

Kórónuveiran COVID-19 | 29. apríl 2022

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is

Talsverð umræða hefur verið um fjölgun andláta á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrri ár. Ýjað hefur verið að því að kórónuveirufaraldrinum sé um að kenna. Embætti landlæknis bendir á það í frétt að engir tölfræðilegir útreikningar hafi verið gerðir á fjölda andlátanna í samanburði við fjölda andláta undangengin ár.

Talsverð umræða hefur verið um fjölgun andláta á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrri ár. Ýjað hefur verið að því að kórónuveirufaraldrinum sé um að kenna. Embætti landlæknis bendir á það í frétt að engir tölfræðilegir útreikningar hafi verið gerðir á fjölda andlátanna í samanburði við fjölda andláta undangengin ár.

Marktæk fjölgun andláta sást einungis hjá einstaklingum 70 ára og eldri í mars 2022 en ekki í heildarfjölda andláta, samkvæmt fréttinni. „Líklega má skýra þessa fjölgun andláta af mikilli útbreiðslu Covid-19 á þessum tíma,“ segir í fréttinni.

Alls hafa 119 andlát vegna Covid-19 verið tilkynnt beint til embættis sóttvarnalæknis. Þar af hafa 82 andlát verið tilkynnt á þessu ári, 8 árið 2021 og 29 árið 2020. 61 tilkynning kom frá Landspítala og 40 frá hjúkrunarheimilum. Líklegt er talið að einhver andlát af völdum Covid-19 hafi ekki verið tilkynnt sóttvarnalækni en það komi í ljós þegar dánarvottorð verði yfirfarin. gudni@mbl.is

mbl.is