Mikilvægast að auka ekki á eftirspurn í hagkerfinu

Vextir á Íslandi | 30. apríl 2022

Mikilvægast að auka ekki á eftirspurn í hagkerfinu

„Við höfum bent á að þetta skiptir máli núna, þegar að áhrifa heimsfaraldursins gætir ekki lengur, að ríkissjóður sé ekki að auka á eftirspurn í hagkerfinu,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um verðbólguástandið en nú mælist verðbólgan 7,2%.

Mikilvægast að auka ekki á eftirspurn í hagkerfinu

Vextir á Íslandi | 30. apríl 2022

Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum bent á að þetta skiptir máli núna, þegar að áhrifa heimsfaraldursins gætir ekki lengur, að ríkissjóður sé ekki að auka á eftirspurn í hagkerfinu,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um verðbólguástandið en nú mælist verðbólgan 7,2%.

„Við höfum bent á að þetta skiptir máli núna, þegar að áhrifa heimsfaraldursins gætir ekki lengur, að ríkissjóður sé ekki að auka á eftirspurn í hagkerfinu,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um verðbólguástandið en nú mælist verðbólgan 7,2%.

Hann segir að þessar nýjustu tölur kalli á að passað sé upp á að auka ekki eftirspurn í hagkerfinu.

„Í fjármálaáætlun, sem liggur fyrir Alþingi, þá erum við að gera ráð fyrir mjög aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu næstu árin með litlum raunvexti útgjalda,“ segir Bjarni og bætir við að stjórnarandstaðan hafi gagnrýnt þá stefnu töluvert á þinginu.

Hann nefnir að Seðlabankinn geti haft áhrif á stöðuna en tvennt standi upp úr varðandi hvernig hægt sé að bregðast nú við.

„Annars vegar að gera ekki það sem að gæti aukið eftirspurn, með auknum ríkisútgjöldum, en hins vegar að horfa til þess hvernig hópar sem eru félagslega illa settir, eru á lægri enda tekjustigans, hvernig verðbólgan er að leika þá,“ segir Bjarni og bætir við að þeir séu almennt þeir sem séu mest útsettir fyrir verðbólgubreytingum.

Hann segir því að eftir atvikum þurfi að styðja við slíka hópa.

Kaupmáttur vex 

„Það sem er mjög athyglisvert, og má ekki gleyma þegar við erum að skoða þessar verðbólgutölur, er að kaupmáttur heldur áfram að aukast, laun hafa verið að hækka. Kaupmáttur er að vaxa ennþá í landinu og atvinnuleysistölur eru að þróast með jákvæðum hætti. Það eru fleiri störf að verða til og færri eru atvinnulausir,“ segir Bjarni og bætir við að því sé um hraða umbreytingu að ræða.

„Við erum að koma úr mjög miklum samdrætti yfir í mjög aukin efnahagsumsvif og verðbólgu. Við því verður að bregðast með réttum hætti. Annars getum við aukið á vandann.“

Bjarni segist ekki geta fullyrt um hvort verðbólgan hækki enn frekar ef stríðið í Úkraínu dregst á langinn.

Skoða alla kosti

„Ég held að það sé mikilvægt að við náum aftur jafnvægi á húsnæðismarkaði á Íslandi. Það er óeðlilega hátt húsnæðisverð borið saman við byggingarkostnað. Við verðum að bregðast við á framboðshliðinni en án vafa hafa lægri vextir og hækkuð laun haft áhrif til hækkunar á húsnæðisverði fram til þessa,“ segir hann og nefnir að húsnæðisliðurinn sé að hækka mjög mikið.

„Þeir sem ekki finna fyrir breytingum á húsnæðisliðnum í sínu dags daglega lífi eru að upplifa þessi misserin ágætis kaupmáttaraukningu og það má ekki gleyma því að margt af því sem við erum að sjá í hagtölum í dag er til vitnis um mjög mikinn þrótt í hagkerfinu.“

Inntur að því hvort komi til greina að fella niður virðisaukaskatt á matvæli tímabundið líkt og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt til segist Bjarni ekki ósammála henni í því að þurfi að skoða alla kosti til þess að mæta sérstaklega lágtekjufólki.

„Aðalatriðið er að við aukum ekki á eftirspurn í hagkerfinu við þessar aðstæður.“

mbl.is