„Öll spjót standa á stjórnvöldum“

Vextir á Íslandi | 4. maí 2022

„Öll spjót standa á stjórnvöldum“

„Þetta er töluvert meiri hækkun en við bjuggumst við,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um eina pró­sentu.

„Öll spjót standa á stjórnvöldum“

Vextir á Íslandi | 4. maí 2022

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er töluvert meiri hækkun en við bjuggumst við,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um eina pró­sentu.

„Þetta er töluvert meiri hækkun en við bjuggumst við,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um eina pró­sentu.

„Við bjuggumst við einhverri hækkun en heilt prósentustig, það er mjög vel í lagt,“ segir Drífa. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 3,75%.

Hún segir þetta koma beint við pyngjuna á heimilum landsins í formi hækkunar á húsnæðislánum sérstaklega.

„Að auki er dýrtíð í landinu, með hækkun á vöruverði, bensíni og mat,“ segir Drífa og bætir við að stjórnvöld hér á landi skili auðu á meðan stjórnvöld um heim allan séu að reyna að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru.

„Það bólar ekkert á því hér á landi og við höfum kallað eftir því í marga mánuði að stjórnvöld bregðist við með lækkun vörugjalda eða einhvers slíks,“ segir Drífa.

Að sögn Drífu muni þessar hækkanir hafa áhrif á kjarasamninga, sem eru lausir í haust. „Öll spjót standa á stjórnvöldum að bregðast við þessu.“

mbl.is