Geislaði í 130 þúsund króna kjól

Geislaði í 130 þúsund króna kjól

Katrín hertogaynja var í sínu allra fínasta pússi þegar hún afhenti hönnunarverðlaun í London á miðvikudaginn. Katrín var í einstaklega fallegum grænum kjól eftir kanadíska hönnuðinn Edeline Lee. 

Geislaði í 130 þúsund króna kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. maí 2022

Grænn fer Katrínu vel.
Grænn fer Katrínu vel. AFP

Katrín hertogaynja var í sínu allra fínasta pússi þegar hún afhenti hönnunarverðlaun í London á miðvikudaginn. Katrín var í einstaklega fallegum grænum kjól eftir kanadíska hönnuðinn Edeline Lee. 

Katrín hertogaynja var í sínu allra fínasta pússi þegar hún afhenti hönnunarverðlaun í London á miðvikudaginn. Katrín var í einstaklega fallegum grænum kjól eftir kanadíska hönnuðinn Edeline Lee. 

Kjóllinn er með kvartermum og flottum böndum sem setja aukakrydd á kjólinn. Það flottasta við kjólinn er hins vegar áberandi belti sem sýnir mittislínuna vel. Hægt er að kaupa eins kjól á vefsíðu Lee og kostar kjóllinn 785 pund eða eða tæplega 130 þúsund íslenskar krónur.

Kjóllinn var flottur í sniðinu.
Kjóllinn var flottur í sniðinu. AFP

Sylgjan á beltinu er gullituð og var Katrín því með fallega gulleyrnalokka í stíl. Hún var svo að sjálfsögðu með trúlofunarhringinn sinn.

Trúlofunarhringurinn var flottur við kjólinn.
Trúlofunarhringurinn var flottur við kjólinn. AFP

Fatahönnuðurinn Lee er fædd í Kanada en lærði í hinum virta skóla Central Saint Martins í Bretlandi og starfar í London. Henni er lýst sem rísandi stjörnu í tískuheiminum á vef Daily Mail. 

Græn föt eru smart á vorin.
Græn föt eru smart á vorin. AFP
mbl.is