„Við erum ekki að boða neinn niðurskurð“

Vextir á Íslandi | 6. maí 2022

„Við erum ekki að boða neinn niðurskurð“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir engan niðurskurð í ríkisfjármálum í kortunum. Aftur á móti sé „innbyggt aðhald“ í fjármálaáætlun. Vegna verulegrar verðbólgu, þeirrar mestu frá árinu 2010, boðar ríkisstjórnin hærri bætur innan almannatryggingakerfisins en sér ekki fram á sérstakan stuðning við lánagreiðendur vegna hækkaðra stýrivaxta.

„Við erum ekki að boða neinn niðurskurð“

Vextir á Íslandi | 6. maí 2022

„Við erum núna að koma til móts við tekju­lægstu hóp­ana,“ …
„Við erum núna að koma til móts við tekju­lægstu hóp­ana,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir engan niðurskurð í ríkisfjármálum í kortunum. Aftur á móti sé „innbyggt aðhald“ í fjármálaáætlun. Vegna verulegrar verðbólgu, þeirrar mestu frá árinu 2010, boðar ríkisstjórnin hærri bætur innan almannatryggingakerfisins en sér ekki fram á sérstakan stuðning við lánagreiðendur vegna hækkaðra stýrivaxta.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir engan niðurskurð í ríkisfjármálum í kortunum. Aftur á móti sé „innbyggt aðhald“ í fjármálaáætlun. Vegna verulegrar verðbólgu, þeirrar mestu frá árinu 2010, boðar ríkisstjórnin hærri bætur innan almannatryggingakerfisins en sér ekki fram á sérstakan stuðning við lánagreiðendur vegna hækkaðra stýrivaxta.

Katrín segir að með þeim mótvægisaðgerðum vegna ástandsins sem kynntar voru í morgun vilji ríkisstjórnin tryggja að kaupmáttur viðkvæmustu hópanna í samfélaginu rýrni ekki.

„Við erum að leggja til að hækka bætur almannatrygginga frá og með 1. júní. Síðan erum við að leggja til að uppfæra húsnæðisstuðninginn þannig að við komum til móts við þau sem eru á leigumarkaði. Þær fjárhæðir hafa ekki verið uppfærðar síðan 2017,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.

Gera ekki ráð fyrir sama vexti og síðustu ár

Sömuleiðis leggur ríkisstjórnin til eingreiðslu í barnabótakerfinu en markmiðið þar er að mæta ungu barnafólki.

„Þetta eru markmiðssettar aðgerðir til þess að styðja við tekjulægri hópa,“ segir Katrín. „Það skiptir máli að við rekum aðhaldssama stefnu og að það sem við gerum sé að nýtast þeim sem höllustum fæti standa,“ segir Katrín.

Í kjölfar kynningar Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á mestu stýrivaxtahækkun síðan árið 2008 sagði Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, að opinber fjármál þyrftu að vera aðhaldssöm næstu 18 mánuði, í það minnsta.

Þurfið þið að ráðast í frekara aðhald vegna stöðunnar?

„Við erum í sjálfu sér með fjármálaáætlun sem gerir ekki ráð fyrir sama vexti ríkisfjármála og undanfarin ár. Við viljum auðvitað leggjast á árar með Seðlabankanum og öðrum aðilum [til þess] að draga úr áhrifum verðbólgunnar en um leið teljum við mikilvægt að mæta þessum tekjulægri hópum.“

Tillögur til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði

Hvar sjáið þið fyrir ykkur að þið getið skorið niður?

„Við erum í raun bara með innbyggt aðhald í fjármálaáætlun, við erum ekki að boða neinn niðurskurð. Við boðum jafnvægi í ríkisfjármálum.“

Seðlabankastjóri sagði í samtali við mbl.is í kjölfar stýrivaxtahækkunar að miklar launahækkanir ofan í þá 7,2% verðbólgu sem mældist í apríl væru óráðlegar. Hið opinbera hefur að undanförnu verið leiðandi í launahækkunum.

Sjáið þið fyrir ykkur að grípa til einhverra aðgerða þar eða sporna gegn þeirri þróun?

„Nú eru auðvitað kjarasamningar fram undan síðar á þessu ári. Við erum að fara hér inn á fund til að ræða tillögur í húsnæðismálum þar sem við erum að reyna að horfa á það hvernig við getum tryggt aukið jafnbægi á húsnæðismarkaði. Það getur orðið mikilvægt framlag til þess að greiða fyrir kjarasamningum í haust þannig að þeir muni ríma vel við almennt stefnuna bæði í efnahagsmálum og ríkisfjármálum.“

Kaupmáttaraukning hjá öðrum

Fólk sem er með breytilega vexti á húsnæðislánum sínum verður margt fyrir verulegum áhrifum af stýrivaxtahækkun seðlabankans. Spurð hvort stjórnvöld ætli sér að gera eitthvað til þess að milda það högg segir Katrín:

„Við erum núna að koma til móts við tekjulægstu hópana. Við höfum ótrúlegt en satt séð kaupmáttaraukningu hjá öðrum hópum í gegnum þennan heimsfaraldur. Við áttum okkur hins vegar á því að auðvitað reynir verðbólga á – það er dýrtíð í kortunum en þá metum við það líka svo, vegna þess að það er mikilvægt að stjórnvöld leggist á árarnar með seðlabanka og öðrum aðilum, að okkar aðgerðir séu mjög markmiðssettar og beinist [að] tekjulágu hópunum.“

mbl.is