Nærbuxnalaus í bresku konungshöllinni

Nærbuxnalaus í bresku konungshöllinni

Fyrrum Kryddpían Mel B uppljóstraði því á dögunum að hún hafi ekki verið í nærbuxum þegar hún tók við MBE-heiðursverðlaununum sem Breska konungsfjölskyldan veitti henni. 

Nærbuxnalaus í bresku konungshöllinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. maí 2022

Mel B.
Mel B. mbl.is/AFP

Fyrrum Kryddpían Mel B uppljóstraði því á dögunum að hún hafi ekki verið í nærbuxum þegar hún tók við MBE-heiðursverðlaununum sem Breska konungsfjölskyldan veitti henni. 

Fyrrum Kryddpían Mel B uppljóstraði því á dögunum að hún hafi ekki verið í nærbuxum þegar hún tók við MBE-heiðursverðlaununum sem Breska konungsfjölskyldan veitti henni. 

Mel B mætti í fylgd móður sinnar í bresku konungshöllina til að taka við heiðursverðlaununum. Klæddust þær báðar kjólum úr smiðju fyrrum kryddpíunnar og tískuhönnuðarins, Victoriu Bekham. 

„Ég var kviknakin undir kjólnum,“ uppljóstraði Mel B. „Þegar kom að því að festa MBE-næluna á mig þá bað Vilhjálmur prins um aðstoð frá kvenkyns embættismanni til að gera það,“ sagði hún jafnframt en hún var hvorki í nærbuxum né brjóstahaldara innan undir kjólnum.

„Victoria spurði mig hvort ég vildi alla vega ekki hafa eitthvað yfir geirvörtunum en ég spurði: „Af hverju ætti ég að gera það?““ 

Mel B var sæmd heiðrinum fyrir framlag sitt til málefna tengdum fórnarlömbum sem verða fyrir heimilisofbeldi í Bretlandi. Þær aðstæður þekkir Mel B vel þar sem hún bjó sjálf við slíkar aðstæður um áratugaskeið en hún opnaði sig um heimilisofbeldið, sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns, Stephen Belafonte, árið 2017 og hefur lagt allt sitt kapp á að aðstoða aðra í sömu stöðu síðan.

Í lok síðasta árs tók Mel B við heiðursverðlaununum frá Vilhjálmi Bretaprins og sagði hún þau hafa átt góðar og innihaldsríkar samræður á meðan á afhendingunni stóð. 

„Við töluðum svo lengi saman að ég var komin með samviskubit yfir því að láta aðra bíða í biðröð,“ sagði Mel B í samtali við fréttamiðilinn The Sun

„Hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki að koma Kryddpíunum aftur saman. Ég sagði honum að ég væri reyndar að fara út að borða með Victoriu um kvöldið og þá sagði hann: „Jæja. Gott og vel, þá skal ég vinna í David,“ sagði Mel B um samræður hennar og hertogans af Cambridge.

mbl.is