Markmið að prjóna heilan kílómetra

Danmörk | 9. maí 2022

Markmið að prjóna heilan kílómetra

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldin hátíðlegur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Sú hugmynd kom upp að prjóna veifur úr íslenskri ull til að skreyta svæðið fyrir stóra daginn. Halla Benediktsdóttir umsjónamaður Jónshúss í Kaupmannahöfn stendur fyrir verkefninu.

Markmið að prjóna heilan kílómetra

Danmörk | 9. maí 2022

Þrjár kynslóðir að færa Höllu veifur.Halla Benediktsdóttir, Vera Guðmundsdóttir, Tinna …
Þrjár kynslóðir að færa Höllu veifur.Halla Benediktsdóttir, Vera Guðmundsdóttir, Tinna Magnúsdóttir og Anna Guðrún Hugadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldin hátíðlegur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Sú hugmynd kom upp að prjóna veifur úr íslenskri ull til að skreyta svæðið fyrir stóra daginn. Halla Benediktsdóttir umsjónamaður Jónshúss í Kaupmannahöfn stendur fyrir verkefninu.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldin hátíðlegur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Sú hugmynd kom upp að prjóna veifur úr íslenskri ull til að skreyta svæðið fyrir stóra daginn. Halla Benediktsdóttir umsjónamaður Jónshúss í Kaupmannahöfn stendur fyrir verkefninu.

„Þetta fannst mér frábært tækifæri, bæði fannst mér það upphefð fyrir handprjón að vera með í fagnaðinum, en auk þess er ég að vinna í húsi Jóns Sigurðssonar og þjóðhátíðardagurinn er jú fæðingardagur hans,“ segir Halla. 

Hugmyndin að prjónaveifunum kemur upphaflega frá hönnuðinum Védísi Jónsdóttur. Hún skreytti jólatré í Heiðmörk í fyrra með veifum úr ónothæfum lopapeysum. Halla, Fríða Hjaltested, Guðný Traustadóttir, Katrín Tinna Gauksdóttir og Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir eru forsprakkar þessa verkefnis fyrir Tívolíið. Veifurnar fyrir þjóðhátíðardaginn verða prjónaðar úr íslenskum lopa en einnig verða nokkrar unnar úr gömlum ónothæfum lopapeysum

Prjónakvöld í Jónshúsi. Prjónakvöld alla þriðjudaga í maí.
Prjónakvöld í Jónshúsi. Prjónakvöld alla þriðjudaga í maí. Ljósmynd/Aðsend

Halla Benediktsdóttir hefur skrifað uppskrift að veifu fyrir þá sem vilja hjálpa til, mikilvægt er að taka mið af íslenska fánanum þegar hugað er til litavals.

„Við finnum fyrir miklum áhuga og vitum af fólki sem er að prjóna í Færeyjum, Svíþjóð, Íslandi og hér í Danmörku. Við vitum um nokkrar sem prjóna eina veifu á dag og ætla prjóna í það minnsta eina veifu á dag út maí. Svo ætlar Helga Hansen að prjóna í það minnsta 100 veifur, en í síðustu viku var hún búin að prjóna 80 stykki. Markmiðið okkar er að prjóna 1000 veifur í heildina.“

Halla segist vona að sem flestir geti tekið þátt og að markmiðið sé að prjóna heilan kílómetra af veifum. Hugmyndin er að veifurnar verði svo nýttar aftur á næsta ári. 

Íslenskar prjónaðar veifur
Íslenskar prjónaðar veifur Ljósmynd/Aðsend

Hægt er að skila inn veifum í Litlu prjónabúðinni í Skeifunni, Handprjónasambandinu á Skólavörðustígnum og í Prjónabúð Eddu á Strandgötu í Hafnafirðinum, hægt er að skila inn veifum til 31. maí. Tekið er á móti veifum í Danmörku í Jónshúsi og prjónabúðinni Garnkiosken á Amager í Kaupmannahöfn.

Facebook hópur verkefnisins þar sem finn má uppskrift af veifunum. https://www.facebook.com/prjonumveifur

Katrín Tinna Gauksdóttir, Guðný Traustadóttir, Isabella Ammentorp og Halla Benediktsdóttir …
Katrín Tinna Gauksdóttir, Guðný Traustadóttir, Isabella Ammentorp og Halla Benediktsdóttir í Tívolíinu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is