Fara loksins með börnin til Bretlands

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. maí 2022

Fara loksins með börnin til Bretlands

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, ætla loksins að fara til Bretlands í byrjun júní. Hjónin búa í Bandaríkjunum og hefur yngra barn þeirra sem er að verða eins árs aldrei hitt föðurfjölskyldu sína. 

Fara loksins með börnin til Bretlands

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. maí 2022

Meghan og Harry.
Meghan og Harry. AFP/Sem van der Wal

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, ætla loksins að fara til Bretlands í byrjun júní. Hjónin búa í Bandaríkjunum og hefur yngra barn þeirra sem er að verða eins árs aldrei hitt föðurfjölskyldu sína. 

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, ætla loksins að fara til Bretlands í byrjun júní. Hjónin búa í Bandaríkjunum og hefur yngra barn þeirra sem er að verða eins árs aldrei hitt föðurfjölskyldu sína. 

Ástæðan fyrir ferðalaginu er drottningarafmæli Elísabetar og ömmu Harrys. Talsmaður hjónanna segir þau vera spennt og upp með sér að fá að taka þátt í afmælisfögnuðinum í sumar að því fram kemur á vef People

Einnig var staðfest að börnin færu með. Archie er nýorðin þriggja ára og Lili sem verður eins árs í júní hefur aldrei komið til Bretlands. Elísabet drottning, Karl Bretaprins og Vilhjálmur Bretaprins fá þar með að hitta Lili í fyrsta skipti og Archie í fyrsta sinn síðan hann var ungbarn.

Drottningarafmæli Elísabetar verður fagnað í sumar.
Drottningarafmæli Elísabetar verður fagnað í sumar. AFP

Harry hefur komið nokkrum sinnum til Bretlands síðan hann og Meghan hættu opinberum störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna og ákváðu að flytja til Ameríku. Meghan fór í fyrsta sinn til Bretlands í nokkur ár fyrir nokkrum vikum. Þá stoppaði hún stutt með Harry en þau voru á leiðinni til Hollands. 

Meghan með Archie á sínum tíma.
Meghan með Archie á sínum tíma. AFP
mbl.is