Eldislax skilar á við rúman þriðjung af þorski

Fiskeldi | 13. maí 2022

Eldislax skilar á við rúman þriðjung af þorski

Á fyrsta ársfjórðungi nam útflutningsverðmæti eldislax 13,5 milljörðum króna sem er 75% meira en á sama tímabili í fyrra og skilaði þannig næst mesta útflutningsverðmæti af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Eldislax skilaði ígildi 37% útflutningsverðmæti þorsks á tímabilinu og hefur þetta hlutfall aldrei áður verið hærra, að því er fram kemur í greiningu sem birt hefur verið á Radarnum.

Eldislax skilar á við rúman þriðjung af þorski

Fiskeldi | 13. maí 2022

Laxeldið skilaði á fyrsta ársfjórðungi ígildi 37% af útflutningsverðmætum þorsks.
Laxeldið skilaði á fyrsta ársfjórðungi ígildi 37% af útflutningsverðmætum þorsks. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Á fyrsta ársfjórðungi nam útflutningsverðmæti eldislax 13,5 milljörðum króna sem er 75% meira en á sama tímabili í fyrra og skilaði þannig næst mesta útflutningsverðmæti af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Eldislax skilaði ígildi 37% útflutningsverðmæti þorsks á tímabilinu og hefur þetta hlutfall aldrei áður verið hærra, að því er fram kemur í greiningu sem birt hefur verið á Radarnum.

Á fyrsta ársfjórðungi nam útflutningsverðmæti eldislax 13,5 milljörðum króna sem er 75% meira en á sama tímabili í fyrra og skilaði þannig næst mesta útflutningsverðmæti af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Eldislax skilaði ígildi 37% útflutningsverðmæti þorsks á tímabilinu og hefur þetta hlutfall aldrei áður verið hærra, að því er fram kemur í greiningu sem birt hefur verið á Radarnum.

Töluverðar verðhækkanir hafa verið á eldislaxi á mörkuðum á þessu ári og hefur það líklega haft verulegan þátt í aukningu útflutningsverðmæta.

45% samdráttur í silungi

„Fiskeldi er orðið afar veigamikið í útflutningi Íslendinga og mun vafalaust verða enn fyrirferðameira þegar fram líða stundir. Fiskeldi hefur burði til að vaxa að magni til á skömmum tíma ólíkt veiði á villtum fiski sem byggist á sjálfbærri nýtingu á fiskistofnum. Fólksfjölgun í heiminum ýtir undir aukna spurn eftir próteini sem ómögulegt er að mæta með hefðbundnum veiðum á villtum fiski. Því felast veruleg tækifæri í fiskeldi fyrir Íslendinga. Það eykur fjölbreytni í útflutningi og styrkir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélög víða um land,“ segir í greiningunni.

Á sama tíma og útflutningsverðmæti eldislax jókst um 75% hefur útflutningsverðmæti silungs, sem er að langstærstum hluta bleikja, dregist saman um 45%. Nam útflutningsverðmæti silungs 900 milljónum króna og hefur ekki verið minna frá 2016. Einnig dróst útflutningsverðmæti frjóvgaðra laxahrogna saman og nam samdrátturinn 37% á föstu gengi.

mynd/Radarinn
mynd/Radarinn

Fluttar voru út eldisafurðir fyrir 17,2 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins og er það 32% aukning frá sama tímabili í fyrra í krónum talið.

„Þar sem gengi krónunnar var að jafnaði tæplega 5% sterkara á fyrstu 4 mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra er aukningin nokkuð meiri í erlendi mynt eða sem nemur rúmum 38%. Vart þarf að taka fram að útflutningsverðmæti eldisafurða hefur aldrei áður verið meira á fyrsta þriðjungi ársins. Verðmætin eru tæplega 15% af útflutningsverðmæti sjávarafurða á tímabilinu og það hlutfall hefur aldrei áður verið hærra,“ segir í greiningu Radarsins.

mynd/Radarinn
mbl.is