Fyrsta opinbera Covid-dauðsfallið

Kórónuveiran COVID-19 | 13. maí 2022

Fyrsta opinbera Covid-dauðsfallið

Fyrsta dauðsfall vegna Covid-19 hefur verið staðfest í Norður Kóreu að sögn ríkisfjölmiðla. Þá hafa tugir þúsunda einnig farið að finna til einkenna Covid-19 en fyrsta kórónuveirusmitið frá upphafi faraldursins var staðfest opinberlega þar í gær.

Fyrsta opinbera Covid-dauðsfallið

Kórónuveiran COVID-19 | 13. maí 2022

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Fyrsta dauðsfall vegna Covid-19 hefur verið staðfest í Norður Kóreu að sögn ríkisfjölmiðla. Þá hafa tugir þúsunda einnig farið að finna til einkenna Covid-19 en fyrsta kórónuveirusmitið frá upphafi faraldursins var staðfest opinberlega þar í gær.

Fyrsta dauðsfall vegna Covid-19 hefur verið staðfest í Norður Kóreu að sögn ríkisfjölmiðla. Þá hafa tugir þúsunda einnig farið að finna til einkenna Covid-19 en fyrsta kórónuveirusmitið frá upphafi faraldursins var staðfest opinberlega þar í gær.

Sex sem upplifðu flensueinkenni eru nú látnir en einn af þeim greindist með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar, að sögn ríkisfjölmiðla sem sögðu sömuleiðis að 187.000 aðrir væru nú í einangrun og fengju þar viðeigandi „meðferð.“

Þó svo að fyrsta smitið hafi einungis verið tilkynnt í vikunni telja sérfræðingar að kórónuveiran hafi breytt úr sér í Norður Kóreu eins og annars staðar í heiminum mun fyrr.

mbl.is