Stakur lax á 15.776 krónur

Fiskeldi | 13. maí 2022

Stakur lax á 15.776 krónur

Hvert kíló af eldislaxi í hefðbundinni sláturstærð (3 til 6 kíló) seldist á 1.690 íslenskar krónur á mörkuðum í síðustu viku (viku 18) að meðaltali eða 122,75 norskar krónur. Það er 52,17% hærra verð en fékkst á mörkuðum þremur mánuðum á undan og 19,43% hærra verð en mánuði á undan.

Stakur lax á 15.776 krónur

Fiskeldi | 13. maí 2022

Gott verð fékkst fyrir eldislax í síðustu viku. Hæsta verðið …
Gott verð fékkst fyrir eldislax í síðustu viku. Hæsta verðið fékkst fyrir 8 til 9 kílóa lax. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hvert kíló af eldislaxi í hefðbundinni sláturstærð (3 til 6 kíló) seldist á 1.690 íslenskar krónur á mörkuðum í síðustu viku (viku 18) að meðaltali eða 122,75 norskar krónur. Það er 52,17% hærra verð en fékkst á mörkuðum þremur mánuðum á undan og 19,43% hærra verð en mánuði á undan.

Hvert kíló af eldislaxi í hefðbundinni sláturstærð (3 til 6 kíló) seldist á 1.690 íslenskar krónur á mörkuðum í síðustu viku (viku 18) að meðaltali eða 122,75 norskar krónur. Það er 52,17% hærra verð en fékkst á mörkuðum þremur mánuðum á undan og 19,43% hærra verð en mánuði á undan.

Samkvæmt laxavísitölu Nasdaq má greina að meðalverð á laxi í sláturstærð í viku 18 var 2,48% lægra en viku 17. Er þetta fyrsta lækkun verðs á mörkuðum eftir samfellda hækkun frá miðjum mars eða í sex vikur.

Meðalverð á laxi yfir 6 kíló hélt áfram að hækka og var hæsta meðalverð í síðustu viku á 8 til 9 kílóa laxi. Nam meðalverð á slíkum laxi 134,81 norskum krónum á kíló, sem er jafnvirði 1.856 íslenskra króna og þýðir að stakur 8,5 kílóa lax hafi selst á 15.776 íslenskar krónur.

mbl.is