Svona féllu atkvæðin á þriðjudag

Eurovision | 14. maí 2022

Svona féllu atkvæðin á þriðjudag

Hljómsveitin Systur, sem flutti framlag Íslands í söngvakeppninni Eurovision í Tórínó í ár, hafnaði í 10. sæti í keppni fyrri undanriðilsins á þriðjudag. Voru þær því síðastar til að ná áfram.

Svona féllu atkvæðin á þriðjudag

Eurovision | 14. maí 2022

Systur á sviðinu í kvöld.
Systur á sviðinu í kvöld. AFP

Hljómsveitin Systur, sem flutti framlag Íslands í söngvakeppninni Eurovision í Tórínó í ár, hafnaði í 10. sæti í keppni fyrri undanriðilsins á þriðjudag. Voru þær því síðastar til að ná áfram.

Hljómsveitin Systur, sem flutti framlag Íslands í söngvakeppninni Eurovision í Tórínó í ár, hafnaði í 10. sæti í keppni fyrri undanriðilsins á þriðjudag. Voru þær því síðastar til að ná áfram.

Sveitin fékk 103 stig en var nær níunda sæti en því ellefta. Þar hafnaði Króatía og komst ekki áfram í aðalkeppnina, sem haldin var í kvöld.

Frá þessu greinir miðillinn Eurovisionworld.

Framlag Íslands hafnaði loks í 23. sæti í kvöld, með tíu stig frá dómnefndum og jafnmörg stig frá áhorfendum í álfunni.

Úkraína örugglega áfram

Úkraína komst örugglega áfram á þriðjudag, með 337 stig, en næst á eftir var Holland með 221 stig.

Á þessa leið endaði undankeppnin á þriðjudaginn:

  1. Úkraína: 337 stig
  2. Holland: 221 stig
  3. Grikkland: 211 stig
  4. Portúgal: 208 stig
  5. Armenía: 187 stig
  6. Noregur: 177 stig
  7. Litháen: 159 stig
  8. Moldóva: 154 stig
  9. Sviss: 118 stig
  10. Ísland: 103 stig

Króatía, í 11. sæti, fékk 75 stig.

mbl.is