Óreglulegt kosningamynstur hjá dómurum

Eurovision | 15. maí 2022

Óreglulegt kosningamynstur hjá dómurum

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að óvenjulegt kosningamynstur hafi sést í atkvæðum dómara eftir síðara dómararennsli Eurovision í Tórínó. 

Óreglulegt kosningamynstur hjá dómurum

Eurovision | 15. maí 2022

Kalush Orchestra vann fyrir hönd Úkraínu í ár.
Kalush Orchestra vann fyrir hönd Úkraínu í ár. AFP

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að óvenjulegt kosningamynstur hafi sést í atkvæðum dómara eftir síðara dómararennsli Eurovision í Tórínó. 

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að óvenjulegt kosningamynstur hafi sést í atkvæðum dómara eftir síðara dómararennsli Eurovision í Tórínó. 

Fram kemur í tilkynningu frá sambandinu að óreglan hafi náð til atkvæða sex landa. 

Um var að ræða atkvæði dómara í bæði undanúrslitum og úrslitum keppninnar. 

Stendur nú til að fara yfir atkvæðagreiðslu dómara, en sú athugun mun þó ekki hafa áhrif á sigur framlags Úkraínu í keppninni. 

„Samband evrópskra sjónvarpsstöðva tekur mögulegum tilraunum til þess að hafa áhrif á kosningu í Eurovision gríðarlega alvarlega og hefur réttinn til þess að ógilda slík atkvæða í samræmi við reglu, hvort sem slík atkvæði séu líkleg til að hafa áhrif á niðurstöðuna eða ekki,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is