Útlit leikkonunnar Pamelu Anderson hefur sett af stað aðra tískubylgju í anda tíunda áratugarins. Hún var sú sem konur reyndu að líkjast á tíunda áratugnum og virðist tískan nú ná til þeirra sem fæddust þegar hún var síðast í tísku.
Útlit leikkonunnar Pamelu Anderson hefur sett af stað aðra tískubylgju í anda tíunda áratugarins. Hún var sú sem konur reyndu að líkjast á tíunda áratugnum og virðist tískan nú ná til þeirra sem fæddust þegar hún var síðast í tísku.
Útlit leikkonunnar Pamelu Anderson hefur sett af stað aðra tískubylgju í anda tíunda áratugarins. Hún var sú sem konur reyndu að líkjast á tíunda áratugnum og virðist tískan nú ná til þeirra sem fæddust þegar hún var síðast í tísku.
Þáttaröðin Pam&Tommy kom út í vetur og virðist hafa endurvakið sögulegt útlit Anderson. Þættirnir eru um samband hennar og trommarans Tommy Lee. Hvernig kynlífsmyndband þeirra fór óvænt í dreifingu og afleiðingar þess á líf þeirra.
Samfélagsmiðlar tóku þessari tísku fagnandi og það hafa íslenskir áhrifavaldar líka gert. Áhrifavaldurinn Embla Wigum og Sunneva Einarsdóttir hafa prófað þetta útlit með góðum árangri enda alltaf með allt á hreinu.
En hvernig nærðu þessu útliti? Ef þig langar að líkjast Strandvarðagyðjunni sem allir karlar heimsins dýrkuðu og dáðu þá þarftu að vita eftirfarandi:
Hárið
Mikið og blásið hár. „Messy bun“ snúðurinn með lausa lokka við andlitið. Anderson var með topp en þú þarft ekki að ganga alla leið. Settu rúllur í hárið að ofan og í hliðina en þannig býrðu til lyftingu í rótina. Anderson var aldrei með klessta rót heldur góða lyftingu. Til þess að geta gert þetta þarftu að nota mikið hársprey og þegar þú heldur að þú sért búin að úða nægu hárspreyi skaltu setja meira. Rúllur í hárið að ofan og í hliðinni að framan, þetta býr til lyftingu í hárinu. Þær sem vilja fara í toppinn geta að sjálfsögðu klippt á sig einn slíkan og svo er alltaf hægt að skipta honum í miðju til þess að hann verði ekki of áberandi. Með toppnum fæst meiri lyfting við andlitið.
Augun
Svört augnförðun getur verið ógnvekjandi ef það er bara notaður augnblýantur og ekkert meira. Settu augnblýant ofan á augnlokið alveg við augnhárin og blandaðu honum út með augnskuggabursta. Taktu síðan ljósbrúnan augnskugga og blandaðu við svarta litinn. Þetta gefur augnskugganum mýkri blöndun. Settu næst svartan eða dökkbrúnan augnblýant í vatnslínuna bæði uppi og niðri. Hreinsaðu svæðið vel undir augunum með farðahreinsi og settu á þig augnhár. Við mælum með því að byrja á augnförðun og fara svo í að farða húðina svo augnmálningin smitist ekki í farðann.
Augabrúnir
Fyrir þá sem voru uppi þegar þunnar augabrúnir voru í tísku þá hljómar þetta kannski eins og martröð. Þunnu augabrúnirnar eru einkennandi fyrir Anderson og þetta tímabil í heild sinni. Ef þú ert ekki tilbúin að plokka þínar nánast af þá er sniðugt að prufa að sleppa því að lita þær eða setja í þig augabrúnalit. Þú getur líka límt þínar náttúrulegu brúnir niður og teiknað nýjar ofan á. Það gerir þú með því að líma þær niður með límstifti (ekki nota of sterkt lím). Þegar límið þornar hylur þú brúnirnar með hyljara og púðrar yfir. Þá eru komin með hreinan grunn til að teikna nýjar þunnar brúnir.
Varir
Til að ná tíunda áratugs útlitinu á varirnar notar þú dökkan varablýant og ljósari varalit, ekki blanda litunum saman. Gloss er líka einkennandi fyrir þetta tímabil.