Fyrstu seiðin í kví Háafells í Skötufirði

Fiskeldi | 18. maí 2022

Fyrstu seiðin í kví Háafells í Skötufirði

Fyrstu laxaseiði Háafells voru sett í kvíar í Skötufirði á mánudag. Seiði í kvíarnar eru flutt með brunnbátnum Papey ÍS frá seiðaeldisstöð Háafells á Nauteyri og hafa flutningar gengið vel, að því er fram kemur í tilkynningu á vef móðurfélagsins, Hraðfrystihúss Gunnvarar í Hnífsdal.

Fyrstu seiðin í kví Háafells í Skötufirði

Fiskeldi | 18. maí 2022

Papey ÍS losar fyrstu laxaseiðin í kví Háafells í Skötufirði.
Papey ÍS losar fyrstu laxaseiðin í kví Háafells í Skötufirði. Ljósmynd/Hraðfrystihús Gunnvarar

Fyrstu laxaseiði Háafells voru sett í kvíar í Skötufirði á mánudag. Seiði í kvíarnar eru flutt með brunnbátnum Papey ÍS frá seiðaeldisstöð Háafells á Nauteyri og hafa flutningar gengið vel, að því er fram kemur í tilkynningu á vef móðurfélagsins, Hraðfrystihúss Gunnvarar í Hnífsdal.

Fyrstu laxaseiði Háafells voru sett í kvíar í Skötufirði á mánudag. Seiði í kvíarnar eru flutt með brunnbátnum Papey ÍS frá seiðaeldisstöð Háafells á Nauteyri og hafa flutningar gengið vel, að því er fram kemur í tilkynningu á vef móðurfélagsins, Hraðfrystihúss Gunnvarar í Hnífsdal.

Fram kemur að unnið hafi verið að því að hefja eldið í rúman áratug en Háafell sótti fyrst um leyfi fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi árið 2011. “Uppbygging á laxeldi í Ísafjarðardjúpi mun auka byggðafestu, fjölga atvinnutækifærum og stuðla að blómlegra mannlífi. Auk seiðaeldis á Nauteyri er Háafell því nú með laxeldi í sjókvíum í Skötufirði og regnbogasilung við Bæjahlíð,“ segir í tilkynningunni.

Einar Valur Kristjánsson, stjórnarformaður Háafells, kveðst á þessum tímamótum fyrst og fremst hugsa til þeirra, sem hafa unnið að því að koma verkefninu af stað. „Þau eiga öll þakkir skildar. Stóra verkefnið fram undan er að gæta að auðlindinni Ísafjarðardjúpi og tryggja gott heilbrigðisástand í Djúpinu. Það verður best gert með því að tryggja fjarlægðarmörk milli eldissvæða, með skýrum reglum, aðgæslu og vel þjálfuðu starfsfólki. Það hafa margir hagsmuna að gæta í Djúpinu og ef vel er á spilum haldið, eiga þeir vel að geta farið saman,“ er haft eftir Einari Val í tilkynningunni.

Einar Valur Kristjánsson segir stór verkefni framundan.
Einar Valur Kristjánsson segir stór verkefni framundan. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is