Harry og Meghan í fótspor Kardashian

Kóngafólk í fjölmiðlum | 19. maí 2022

Harry og Meghan í fótspor Kardashian

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, eru sögð vera að taka upp raunveruleikaþætti sem sýndir verða á Netfix. Þættirnir eru meðal annars teknir upp heima hjá hjónunum í Kaliforníu. Hjónunum er líkt við Kardashian-fjölskylduna. 

Harry og Meghan í fótspor Kardashian

Kóngafólk í fjölmiðlum | 19. maí 2022

Harry og Meghan eru sögð taka þátt í nýjum þáttum …
Harry og Meghan eru sögð taka þátt í nýjum þáttum á Netflix. AFP

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, eru sögð vera að taka upp raunveruleikaþætti sem sýndir verða á Netfix. Þættirnir eru meðal annars teknir upp heima hjá hjónunum í Kaliforníu. Hjónunum er líkt við Kardashian-fjölskylduna. 

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, eru sögð vera að taka upp raunveruleikaþætti sem sýndir verða á Netfix. Þættirnir eru meðal annars teknir upp heima hjá hjónunum í Kaliforníu. Hjónunum er líkt við Kardashian-fjölskylduna. 

„Verið er að ræða tímasetninguna, það er allt opið,“ sagði framleiðandi við Page Six en vefurinn greindi fyrst frá gerð þáttanna. Forsvarsmenn Netflix vilja fá þættina inn á streymisveituna í lok árs í tengslum við endurminningabók sem Harry er að skrifa. Bretaprinsinn vill hins vegar bíða þangað til á næsta ári. 

Talið er að þættirnir sýni ekki bara frá góðgerðarstarfi hjónanna þar sem myndavélar hafa verið leyfðar bak við tjöldin inni á heimili hjónanna. Ekki er ljóst hvort að börn hjónanna, Archi og Lili, verði í mynd.

Þarf Kardashian-fjölskyldan að fara að passa sig?
Þarf Kardashian-fjölskyldan að fara að passa sig? AFP

Í erlendum miðlum er þáttunum lýst eins og raunveruleikaþáttum Osbourne-fjölskyldunnar og síðar Kardashian-fjölskyldunnar. Streymisveitan Netflix neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og verða aðdáendur því að bíða eftir þáttunum til að dæma hvort að fjölskylda hertogahjónanna af Sussex sé hin nýja Kardashian-fjölskylda. Ekki er heldur ljóst hvað Elísabetu drottningu og öðrum í konungfjölskyldunni finnst um nýjasta uppátæki hjónanna. 

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja í New York í september.
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja í New York í september. AFP
mbl.is